Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1920, Blaðsíða 31
ÍÐUNN1
Skáldið og konan hans.
269
með ofsalega tannpínu — vildi ekki fruin gera svo
vel og gefa henni ofurlítið af konjaki? Veikindi elda-
buskunnar vekja ævinlega meiri umönnun í mannlegu
eðli en veikindi nokkurs annars af vinnufólkinu.
Samúð frúarinnar tók til starfa — ég var kominn
úr hættunni!
»Naumast liöfðu dyrnar lokast þegar merkið kom
frá bjöllunni.
»,Golt kvöld', sagði röddin. ,Svo að þér eruð liér
lil að hitta mig‘.
»,Gott kvöld', sagði ég. ,Eg vildi feginn fara lengra,
til þess að hitta yður‘.
»,þakkið þér fyrir, að fundarstaðurinn er í ibúð
yðar — hlustið þér á, hvað rignir! Verið þér ekki að
þessu og kannist þér við það, að þér hafið talið yður
þess sælan að fá að vera kyr heima, þegar hann fór
að rigna! Til allrar hamingju get ég verið riddara-
legur án þess að bleyta mig, hafið þér sagt við sjálf-
an yður. Sannleikurinn er sá, að ég er einstaklega
nærgætin við yður — þér fáið að vera þur, þér eyðið
engum tíma í að komast til mín, og þér þurfið ekki
einu sinni að hafa fyrir því að skifta um frakka*.
»,það er einstaklega makindalegt í frásögninni',
sagði ég; ,en það er einn galli á því öllu — ég sé
yður ekki'.
»,Það getur verið enn meiri nærgætni af mér! Eg
kann að vera ófús á að reka ástæðulausar ímyndanir
yðar í útlegð. Er ekki líklegt, að ég sé ólagleg —
eða að minsta kosti roskinleg? Eg kann jafnvel að
vera kvenrithöfundur, með blek á fingrunum. Ann-
ars hefi ég lesið eina bókina yðar í annað sinn síðan
í gærkveldi'.
»,Ó, þér vitið nú, hvað ég heiti? Mér þykir vænt
um að vera orðinn meira en símanúmer í huga yðar.
Má ég spyrja, hvort við höfum nokkurn tíma hizt?‘