Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1920, Page 65

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1920, Page 65
IÐUNN] Svikamylla dýrtiöarinnar. 303 ísland er nú orðið ríki og ríkissjóði þess eða póst- stjórn ber að endurgreiða allar þær ávísanir í gulli eða öðru jafngildu verðmæti, sem gefnar eru út á landið og ibúa þess. En hvar lendir nú með allar þessar greiðslur til annara landa, ef aðalatvinnuveg- uin vorum hrakar og ekki verður hamlað upp á móti óhófi og eyðslusemi landsmanna? — Bankar og ríkissjóður láta fyrst af hendi alt það verðmæti, sem þeir hafa til og gjaldgengt er erlendis. Svo þegar meira er ekki til af því, verður landið að fara að taka lán. En þá verður ef til vill lítið annað lil að borga þau með en innlendu seðlarnir, sem ekki eru gjaldgengir annarsstaðar, af því að þeir eru ekki lengur og hafa ef til vill aldrei til fulls verið gulls igildi1). Afleiðingin yrði — lirun, gjaldþrot ríkisins, en ósjálfstæði, fátækt og þrældómur einstakra manna. Eg segi ekki, að svona fari. Og vonandi fer aldrei svo fyrir landi voru. En svona gæti þetta farið, ef að þing og stjórn og þeir, sem forráðin hafa, fara nú ekki að hafa gætur á. Vér hefðum þá ef lil vill að nafninu til fuilar hendur fjár, en — þelta væru þá bara pappirsseðlar, sem hefðu litið eða ekkert gildi. Þing og sljórn verða þvi að fara að liafa eftirlit með innkaupum á ónauðsynjavörum, fara að létta undir með aðalatvinnuvegi landsins, í stað þess að íþyngja lionum, og hafa glöggar gætur á því, að gullforði landsins og annað verðmæti þess rýrist ekki um of. Svo verða einstakir menn að fara að rejma að hætta að okra hver á öðrum, hætta að svíkja á vinnubrögðum og verðlagi, en auka sem mest má verða framleiðsluna á ölluin lifsnauðsynjum. Annars er hætt við að alt fari, fyr eða siðar, fjandans til í þessu landi. 15. des. 1919. 1) Sbr. liina merkilegu og íhugunarveröu rilgerö cand. pólit. Jóns JJúasonar: Gullmál íslandsbnnka, Rvik 1919.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.