Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1920, Side 6
244
Dr. Vincent Næser:
[ IÐUNN
1830 hófust fyrstu kennaraskifti milli háskóla á Norð-
urlöndum.
En til háskóla heyrir ekki einungis kennaraliðið,
heldur og nemendurnir, eins og réltilega er tekið fram
í háskólareglugerð vorri; og með nemendum sínum
dreifa háskólarnir á Norðurlöndum skoðunum sín-
um og kenningum út á meðal allra annara stélta í
löndunum.
Og þau hin norrænu stúdentamót, er háð voru
um og eftir miðja 19. öld, hafa áreiðanlega haft
miklu meiri áhrif á hugi manna á Norðurlöndum
en menn nú gera sér alment grein fyrir. Pólilískt höfðu
þau náttúrlega ekki meiri áhrif en hver annar póli-
tískur heilaspuni. En er unglingar þeir, er sótlu nor-
rænu mótin um og eftir miðja 19. öld með svo eldleg-
um áhuga — og sumir þeirra lögðu síðar !íf sitt að
veði fyrir hugsjónir þær, er þeir börðust fyrir —
þegar þessir ungu menn fóru að rækja ævistarf sitt
hver í sinni stétt, gleymdu þeir ekki æskuhugsjón
sinni, hinni andlegu einingu og félagslyndu sam-
vinnu milli landanna.
Því að naumast getur það heitið hending, að fyrstu
hagnýtu tilraunirnar til sameiginlegrar Iöggjafar fyrir
öll Norðurlönd um 1870, réttum 20 árum eftir
blómaöld þessara norrænu fundarhalda, skyldu ein-
mitt eiga upptök sín hjá mönnum, er sótt höfðu
mót þessi. Hinir ungu ákafamenn voru nú að vísu
orðnir fullorðnir og ráðsettir, en með því ráðnari
hug og ákveðnari vilja lögðu þeir nú sitt til málanna
úr ábyrgðarstöðum þeim, er þeir nú skipuðu.
Vér, sem nú vinnum að hinni liagnýtu samvinnu
Norðurlanda — samvinnu bygðri á fullkomnu póli-
tísku og fjárhagslegu sjálfstæði, eins og það væri
sjálfgefið inál, vér höfum ekki nema gott af því að
staldra nú við augnablik til þess að renna augunum
aftur í tímann og virða fyrir oss verk þau, þrek-