Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1920, Blaðsíða 60
298
Svipall:
[IÐUNN
Fyrst detta auðvitað þeir úr sögunni, er sitja á
föstum launum og geta ekki aukið tekjur sínar á
neinn hátt, úr því sem orðið er. þá detta hinar aðr-
ar stéttir borgaranna smámsaman úr sögunni eftir
því, sem gjaldþol þeirra brestur. En síðastir verða
vinnuveitendur og vinnuþegar, af því að þeir svo að
segja lifa hver á öðrum. En kapphlaupið og stríðið
milli þessara stélta vex, eftir því sem lífsbaráttan
harðnar. Hvorugur má án annars vera og þó hata
þeir hver annan og reyna að koma hver öðrum á
kné. Baráttunni lýkur auðvitað svo, að annarhvor
eða báðir verða að beygja sig. En — annaðhvort er
nú að beygja sig þegar í stað, hætta að svíkja á
vöruverði með óhæfilegu álagi og hætta að svíkja á
verkakaupinu með óhæfilegu vinnulagi, og þá fer alt
smámsaman að mjakast í eðlilegt liorf aftur, eða
kapphlaupinu heldur áfram og annarhvor drepur
hinn að lokum, nema þá því að eins að ríkisstjórn-
irnar taki í taumana og geri upp á milli stéttanna.
Þetta er baráttan milli auðvalds og örbirgðar, sem
ekki er fólgin í opinskáum yfirgangi, nema þar sem
hún brýzt út í byltingum, heldur i leynilegum svik-
um á vöruverði og vinnukaupi.
Nú lítur svo út, t. d. hjá okkur, að þeir einir
komist klakklaust yfir dýrtíðina, sem hafa safnað
auð fjár á henni og þola því mikið verðfall. En
sumstaðar lýkur því líka svo, að hinir, öreigarnir,
verða ofan á og rýja nú þá aftur, sem rúið hafa þá
undanfarið. Hvorttveggja er bölvað og má ekki eiga
sér stað. Hvorki auðvaldið né örbirgðin má sigra
og því reyna ríkisstjórnirnar víðast livar að hafa
einhvern hemil á dýrtíðinni, reyna að forða því, að
hún mali þjóðfélögin í kaí. En hvað er gert hjá
okkur? Hér er eins og vant er alt látið reka á reið-
anum og því er hér alt vitlaust að verða.
Landsstjórn vor var ekki svo vitur né heldur svo