Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1920, Blaðsíða 10
248
Dr. Vincent Næser:
[ IÐUNN
sem áður voru, spyrja nú í hjartans alvöru. Þeir líða
efnalegan skort. Lífskjörin eru hörð og afkoman ill, þar
sem stríðið hefir geisað. Voldugar þjóðfélagsbyltingar
eru á seiði undir niðri, þótt dagblöðin þyrli nú um
stund rykskýjum sinum yfir það. En stétt vor stúdent-
anna, hinna mentaðri manna, hefir jafnan reynt að
gæta jafnvægis á þjóðarskútunni og forða strandi. En
nú hafa einmitt hinar ótryggu fjárhags- og þjóðfélags-
ástæður í hinum stóru löndunum gert það að verk-
um, að þessi andlega kjölfesta, sem verið hefir, er
farin að velta til og frá.
Ef vér nú teljum það skyldu vora að geyma kom-
andi kynslóðum menningarfjársjóðu vora, þá verða
andans menn í öllum löndum að rétta hver öðrum
örvandi og styrkjandi hjálparhönd. Það verður að
reyna að finna ráð til þess að draga úr neyðinni
bæði heima og heiman, og allir andans þjónar verða
að taka saman höndum bæði til þess að sjá sjálfum
sér farborða og eins til þess að koma heiminum á
réttan kjöl aftur eftir þeim reglum, sem menn nú
eru farnir að sjá, að séu nauðsynlegar öllu alþjóða
samneyti.
Fyrst komust samtökin á hjá verkamönnum, siðan
hjá auðmönnum; svo komu bændurnir og síðan iðn-
aður, verzlun og samgöngur. Allir þessir máttviðir
þjóðfélaganna eru nú að renna saman í alþjóða-sam-
bönd, sem að vísu hafa sinna sérstöku hagsmuna
að gæta innan hvers lands, en auk þess sameigin-
lega hagsmuni um heim allan. En þá má andlega
valdið ekki vanta. Þetta er hin mikla köllun and-
ans manna nú á tímum, og vei þeim, ef þeir sinna
henni ekki. Þá verða þeir vegnir og léttvægir fundnir.
Að eins með því að standa á rétti sínum geta
menn orðið sjálfstæðir, en fult sjálfstæði allra stétta
gefur í aðra hönd tryggingu fyrir frjálsu, heilbrigðu
samstarfi milli allra krafta þjóðfélagsins. En það á