Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1920, Blaðsíða 8

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1920, Blaðsíða 8
246 Dr, Vincent Næser: [ IÐUNN undir lok liðinn. Hugur Norðurlandabúa stóð jafnan til þess að fara utan og landnámið var lieitasta þrá þeirra. Hugur vor er enn hinn sami, þótt vopnin séu önnur orðin; því að letin ein, en ekki aldirnar, lamar lífsfjör þjóðanna. Og margt er það, sem flytja má, en líka mikið að nema. Lönd vor liggja ekki að þjóðbrautum, enda er það sízt að harma, því að oft er það farsælla, að vera áhorfandi og geta ráðið ráðum sínum, á meðan hinir eru að berjast. Samt er það ekki nóg að búa utan við þjóðbrautina; menn verða einnig að kunna að fara um hana, þegar bezt hentar. Ung er vor gleði með gamalt nafn og glitstafað land fyrir augum — segir skáldið. Og það sem nú liggur beinast við fyrir hugskotssjónum vor Norðurlandabúa er að leggja í víking. Og eins og til forna eigum vér að setja svip vorn á staði þá, sem vér nemum, eða þar sem einhver þörf er fyrir oss um skemri eða lengri tíma; en er vér aftur snúum stöfnum heimleiðis, eigum vér að hafa innanborðs fullfermi af reynslu annara þjóða, flytja heiminn heim til vor á Norður- löndum. Slik andleg víking hefir raunar ávalt verið tíðkuð héðan frá Norðurlöndum, en að eins af einstökum mönnum. Einhver einn hefir stýrt skeiðinni og þá oft og einatt brotið skip sitt í spón. En það sem nú liggur við borð, er að frjálsir menn hafi samlög um að gera út stærri flola til hinna sömu stranda. Vér verðum að bindast félagsskap norður hér. Og það því heldur sem frjáls samheldni og samvinna er tal- in að auðkenna Norðurlönd út um heiminn. Þessari frjálsu samvinnu verðum vér því að koma sem fyrst á hjá oss hér heima fyrir, í allri menningarstarfsemi vorri; og í öllum fimm Norðurlöndum eigum vér því nú að fá alla forgöngumenn þjóðfélagsins til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.