Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1920, Blaðsíða 29
JÐUNN]
Skáldið og konan lians.
2G7
»,Nei!‘.
B.Þj'kir yður ofurlítið gaman að þessu ?‘
»,Mjög mikið gaman‘.
»,Mér finst líka vera léttara yfir mér en áður. Og
■verið þér nú sælir!‘
»,Bíðið þér við‘, sagði ég í bænarróm. .Segið þér
mér, hvenær ég fæ að tala við yður aftur'.
»Hún hikaði við; og ég segi þér satt, að ég hefi
aldrei beðið ettir svari nokkurrar konu með meiri
óþolinmæði, meðan ég liefi haldið i höndina á lienni,
on ég beið eftir svari þessarar konu, sem ég gat ekki
séð. ,Á morgun', sagði ég ákafur. ,í fyrramálið?*
»,í fyrramálið mundi það verða örðugt'.
»,Síðdegis?‘.
»,Síðdegis yrði það ókleift'.
»,þá að kvöldinu — um þetta leyti*.
»,Getur verið* sagði hún eins og og á báðum ált-
«m, ,ef ég verð laus'.
»,Númerið mitt', sagði ég lienni, ,er fiinm-fimm-
tveir-núll-níu. Getið þér skrifað það nú?‘.
»,Eg er búin að skrifa það‘.
»,Gerið þér svo vel að hafa það upp aftur, svo að
víst sé, að enginn ruglingur komi‘.
»,Fimm-fimm-tveir-núl]-níu. Er það rétt?‘
»,Það er rétt. Þakk’ yður fyrir'.
»,Góða nótt!‘.
»,Góða nótt. Sofið þér vel‘.
mÞú kant að hugsa þér, að morguninn eftir hafi
ög minst þessa atburðar brosandi, að ég hafi gert
háð að þeirri geðshræring, sem vaknaði hjá mér við
þetta? t*á skjátlaðist þér. t*að varð alt af kynlegra
og kynlegra, hvernig ég minlist þessa; ég tók eftir
því, að ég var farinn að hugsa til þessa samfundar
með furðulegri ákefð. Við höfðuin talað saman hér
um bil tuttugu mínútur, og hvorugt getað séð ann-
að — ef til vill með hálfa Parísarborg milli okkar;