Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1920, Blaðsíða 45
IÐUNN1
Guðsþjónusta í musteri hugsjónanna.
283
landsvinanna, og megið þér skila þessu til þeirra
með beztu kveðju frá mér«.
Það er, eins og menn sjá, enginn uppspuni úr mér,
að réttarfarið sé næsta bágborið með ameríksku
lýðveldismönnunum, nú þegar Ameríka er tekin að
blóta föðurlandsástina eftir liryggilegustu evrópskri
fyrirmynd.
5.
Getur nokkra unaðslegri tilfinning en þá að dást
að einhverju?
Er nokkur sá heilvita maður til, að hann eigi sjái,
að ekkert mundi vera mér hugljúfara en að geta þó
bent að minsta kosti á eitt land, sem að nafninu til
er kallað frjálsasta land í heimi og segja: »Hér er
hugsjónin um alþjóðafrelsi orðin að raunveruleik«.
Eða einungis: »Hér ræður rikjum andi Washingtons,
Franklíns og Lincolns«. Ætla menn mig svo skyni
skroppinn, að mér gæti þótt frægð í því að fara niðr-
andi orðum um það, sem verðleika hefir, eða óvirða
voldugt lýðveldi með frægðarríkri fortíð og væntan-
lega valdarika framtið, einkum þar sem mér hefir
verið tekið þar báðum höndum alúðar og vináttu,
svo að jafnvel allra sljófgerðasti maður hefði mátt
kenna þakklætis?
Er í raun og veru svo langt komið, að almenningi
komi ókunnuglega fyrir sjónir sú liugsun, að rithöf-
undinum beri skylda til að segja satt, hvernig svo
sem málum er annars komið?
Er nokkur sá maður til, að hann telji mér hafa
verið það ljúft að snúast gegn Pólverjum, þegar þeir
tóku að láta uppi ættjarðarást sína með árásum á
Gyðinga, sem búsettir voru meðal þeirra? Engin þjóð
í heimi stóð hjarta mínu jafn nærri sem Pólverjar,
og engri þjóð fanst mér ég vera svo skyldur, sem
þeim. Síðan 1885, þegar varla nokkur maður vænti