Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1920, Blaðsíða 53
IÐUNN]
Guðspjónusta í musteri hugsjónanna.
291
og hann gæti engan liagnað hafa liaft af því að ýkja,
og virðum svo fyrir oss þá firna fásinnu þeirra stjórn-
málamanna, sem eyddu 7 mánuðum í að bollaleggja
fjárhagsatriði friðarsamninganna og þvæla um refsi-
dóma yfir burlllæmdum einvöldum og liershöfðingj-
um, jafnframt og þeir létu heilar þjóðir tærast upp
úr hungri, héldu uppi heimskulegu hafnbanni og
sendu liðsveitir sínar af stað til þess að viðhalda
borgarastyrjöld í Rússlandi og Ungverjalandi og berj-
ast undir merkjum afturhaldssamra hershöfðingja
sem Koltchaks eða Denikins, og loks varpa niður
sprengikúlum úr flugvélum yfir Krónstadt, svo borg-
in stóð í björtu báli, samtímis og þeir skutu rúss-
nesk herskip í kaf.
Um England sagði Vanderlip þessi fáu, en eftir-
tektarverðu orð: »í>egar ég kom til Englands, vofði
stjórnarbylting yfir höfði þess. Hér íengu þeir ekkert
að vita uin þelta, en það er staðreynd, sem sérhver
Englendingur geldur jáyrði við« (You didn’t get lliat
information over hcrc, bnt it is a fact verified by every
Englishman). Samtímis borgar England 20 milljónir
sterlingspunda á viku frá því í apríl, til þess að
leggja æðri stéttum liðsinni gegn rússneskum og ung-
verskum öreiga lýð.
11.
Orð þau, sem Clarendon lávarður reit 1856, hafa
á vorum tíinum oft verið greind: »Vér höfum samið
einskonar frið, en það er ekki friður«.
í tímaritinu The Nation, sem út er geíið í New-
York, hófst grein ein með yfirskriftinni: That Peace
that is no Peace og var hún síðan skýrð svo:
»Það er ekki friður, sem hefir verið saminn í París,
heldur liafa menn einungis náð einum áfanga, með-
an öfl þau hin ægilegu, sem styrjöldin drap úr dróma,
hafa sótt í sig veðrið. Friður, sem er svo slæmur,