Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1920, Page 8
246
Dr, Vincent Næser:
[ IÐUNN
undir lok liðinn. Hugur Norðurlandabúa stóð jafnan
til þess að fara utan og landnámið var lieitasta þrá
þeirra. Hugur vor er enn hinn sami, þótt vopnin
séu önnur orðin; því að letin ein, en ekki aldirnar,
lamar lífsfjör þjóðanna.
Og margt er það, sem flytja má, en líka mikið að
nema. Lönd vor liggja ekki að þjóðbrautum, enda
er það sízt að harma, því að oft er það farsælla, að
vera áhorfandi og geta ráðið ráðum sínum, á meðan
hinir eru að berjast. Samt er það ekki nóg að búa
utan við þjóðbrautina; menn verða einnig að kunna
að fara um hana, þegar bezt hentar.
Ung er vor gleði með gamalt nafn
og glitstafað land fyrir augum —
segir skáldið. Og það sem nú liggur beinast við
fyrir hugskotssjónum vor Norðurlandabúa er að
leggja í víking. Og eins og til forna eigum vér að
setja svip vorn á staði þá, sem vér nemum, eða þar
sem einhver þörf er fyrir oss um skemri eða lengri
tíma; en er vér aftur snúum stöfnum heimleiðis,
eigum vér að hafa innanborðs fullfermi af reynslu
annara þjóða, flytja heiminn heim til vor á Norður-
löndum.
Slik andleg víking hefir raunar ávalt verið tíðkuð
héðan frá Norðurlöndum, en að eins af einstökum
mönnum. Einhver einn hefir stýrt skeiðinni og þá
oft og einatt brotið skip sitt í spón. En það sem nú
liggur við borð, er að frjálsir menn hafi samlög um
að gera út stærri flola til hinna sömu stranda. Vér
verðum að bindast félagsskap norður hér. Og það
því heldur sem frjáls samheldni og samvinna er tal-
in að auðkenna Norðurlönd út um heiminn. Þessari
frjálsu samvinnu verðum vér því að koma sem fyrst
á hjá oss hér heima fyrir, í allri menningarstarfsemi
vorri; og í öllum fimm Norðurlöndum eigum vér
því nú að fá alla forgöngumenn þjóðfélagsins til