Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Page 4
210
Hallgrímur Pétursson járnsmiöur.
IDUNN
mestu sótt bæði vörur sínar og lærdóm til annara þjóða
en Dana. En með leigu konungs á íslenzkri verzlun til
danskra þegna, rétt eftir aldamótin, var þessi hálf-dular-
fulla íshafsey alt í einu komin í náið og lifandi samband
við höfuðstaðinn. Eitt hið fyrsta, sem danskir kaupmenn
urðu varir við á Islandi, var þetta — að landsmenn
hötuðu umskiftin, hötuðu hina nýju verzlunartilhögun.
Og hatrið lenti á þeim, sem næstir voru hendinni, kaup-
mönnum sjálfum. Þessa tilfinning endurguldu kaupmenn
strax, og meira en í fullum mæli, eftir að hinar sífeldu
kærur Islendinga tóku beint að skaða atvinnu þeirra.
íslendingar voru þrætugjarnir, bráðir, þráir, og í alla
staði óþjálir menn. Þeir voru rétttrúaðir kristnir að nafn-
inu, en vildu þó helzt láta ókristilegustu stórglæpum
órefsað, svo sem fordæðuskap og sifjaspellum og öðrum
fjandans ódáðum, sem fult var af þar í landinu. Islend-
ingar höfðu ekki lengur neinn aðal, það eitt dæmdi
þjóðina. Þeir voru bændur eða fiskarar til hópa — jafn-
vel þeir embættismenn, sem voru settir yfir þessa bændur
og fiskara. í íslenzka Kompagníinu í Kaupmannahöfn
sátu margir hinna mest metnu borgara höfuðstaðarins,
svo að flest það, sem þeir sögðu eftir kaupmönnum sín-
um um íslendinga, varð og hlaut að verða að almenn-
um orðrómi meðal bæjarbúa, sem alment fylgdu störfum
félagsins með miklum áhuga. Smám saman var þá sá
orðrómur orðinn óhagganlegur í Kaupmannahöfn, að Is-
lendingar væri alveg sérstakur og miður þægilegur
mannflokkur, sem launuðu aldrei nema með nýju van-
þakklæti alt, sem gert var til að hjálpa þeim og við-
halda — sjálfir óhæfir til allra framkvæmda sakir fá-
mennis, fátæktar og siðleysis.
Þessi síðasta nafnbót kom við hjartað í mörgum ís-
lenzkum stúdent. Brynjólfur mundi eftir deilu, sem þeir