Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Síða 5
IÐUNN
Hallgrímut Pélursson járnsmiöur.
211
Þórður Henriksson áttu einu sinni við danska stúdenta.
Þórður hélt uppi svörum fyrir land sitt með því að skír-
skota til íslenzkra laga. Lögin sögðu til þess, hvort þjóð
var siðlaus eða ekki. Á íslandi ofbauð mönnum grimd
danskra laga. Lengra komst hann ekki. Þessi ljúfi og
fyndni maður, Þórður Henriksson, hann var eins og
allir Islendingar: bráður, þrætugjarn og þrár. Jafnvel
unnusta Þórðar, dönsk stúlka, sagði: — Heyrið þið
ekki sjálfir, að þið talið alt öðru vísi en við, þið talið
alt af eins og þið séuð reiðir.
Brynjólfur Sveinsson talaði vel dönsku, en hann þurfti
samt ekki annað en opna munninn til þess að útlendur
hreimur hans heyrðisf. Og jafnskjótt og búið var að
heimfæra þjóðernið, var eins og alt í einu tæki fyrir alla
nánari forvitni um hans hagi — forvitni mjög þægilegs
eðlis fyrir einmana mann.
Hvað mundi hann ekki vilja gefa fyrir slíka forvitni
á þessu augnabliki, hérna fyrir utan Lýbska Herbergið
á Amakurtorgi þenna hráslagalega dezemberdag, með
háskólann lokaðan undir jólin, og ekkert til að seðja
með einveru sína nema öl, — öl sem einmitt ekki
bragðaði honum nema hann væri samvistum við aðra.
Hann hélt áfram niður Austurgötu.
Óhepnin hafði líka elt hann. Eini maðurinn, sem hann
hefði ef til vill þorað að kalla vin sinn, prófessor Caspar
Bartholin, einkafræðari hans um fimm ár — hann hafði
einmitt dáið sama sumarið og Brynjólfur fór heim.
Einveran beit hann og nagaði, eins og vond samvizka.
Margfalt meira fyrir það, að kennarar hans og stúdenta-
félagar fóru að hafa orð á því, að hann væri orðinn
lærður og rammur disputator. Dr. Jesper Brochmand,
einn hinna gömlu kennara hans, sem hann hafði kosið
sér að einkafræðara um haustið, lét ekkert færi ónotað