Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Page 7
IÐUNN
Hallgrímur Pétursson járnsmiöur.
213
engrar fremdar í sjálfri Danmörku fyrst um sinn, þar
voru nógir sem gengu fyrir. I Noregi var öðru máli að
gegna. Norðmenn áttu greiðan aðgang að embættum
hér, jafnvel hæstu embættum krónunnar, og milli þeirra
og hinna fornu frænda þeirra úti í Atlanzhafi stóð ekki
þessi kaldi múr, sem privilegeruð kauphöndlun hafði hlaðið
upp milli Danskra og Islenzkra á minna en einum manns-
aldri. í Lundi var nú norskur rektor, Schjelderup. Það
mátti reyna að snúa sér til hans, Noregur var úrræðið.
Brynjólfur sneri við og gekk hratt heim á leið. Það
var engu líkara en hann hefði þegar fundið það mark-
mið, sem hann leitaði að, og væri á leið til þess hröð-
um skrefum. Island og Danmörk voru lokuð lönd. Nor-
egur einn var —? Þegar Brynjólfur hafði lokið upp
hurðinni að herbergi sínu og settist aftur fyrir framan
bækurnar, sem hann hafði hlaupið frá opnum, fanst hon-
um ekkert hafa gerzt síðan hann skildi við þær. Hann
var og átti að verða einmana. Þessar opnu bækur voru
hans einu vinir, en í dag varð hann að beita sjálfan sig
ofbeldi til að taka vinskap þeirra.
2.
Það var komið fram undir marz-lok, dagarnir urðu
lengri en nóttin, en því færri urðu vonir Brynjólfs um
að geta hlotið nokkra stöðu að vist sinni lokinni við
háskólann. Hvar sem hann hafði spurt sig fyrir, voru öll
embætti skipuð. Það haggaði ekki þeim ásetningi hans,
að vera hér kyr. Hann hafði fé til að lifa hér fram á
haust, lengur ekki. En hann ætlaði að láta öll íslands-
för sigla, og knýja þar með sjálfan sig til að mæta vetr-
■num. Það var léttúðugt, en það var afráðið.
Einn morgun um þessar mundir gekk Brynjólfur að
vanda upp í háskóla á fyrirlestur til dr. Brochmands.