Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Side 9
IÐUNN
Hallgrímur Pétursson járnsmiður.
215
Brynjólfur fræddi hann nú um nafn sitt og ætterni,
um sex ára skólavist sína í Skálholti, um sex ára vist
sína hér við háskólann, og loks um tvo undanfarna
vetur, sem hann hefði dvalist í foreldrahúsum norðvestan
á íslandi, þar sem hann hefði eingöngu lagt stund á
grísk fræði — án þess hefði hann að minsta kosti ekki
getað talað við hann í dag, sagði hann.
Nikephoros stóð kyr og horfði á hann, og spurði
hann loks, af hverju foreldrar hans hefði farið til ís-
lands.
Þegar Brynjólfur hafði frætt hann um, að hann væri
íslenzkur í meira en tuttugu kynslóðir og foreldrar sínir
hefði aldrei komið út fyrir Island, streymdu að honum
spurningarnar:
Það var þá til lærður skóli í sjálfu landinu?
Tveir, síðan klaustrin lögðust niður.
Hvað höfðu klaustrin verið mörg?
Átta, níu.
Hvað voru margir prestar nú á landinu?
Sjálfsagt fjögur, fimm hundruð prestvígðir menn.
Og hvað mörg prófastdæmi?
Sextán. Og biskupsdæmin tvö.
Og allir þessir lærðu menn voru innfæddir?
Allir.
Það voru þó ekki gefnar út bækur á Islandi?
]ú, ísland hafði átt prentsmiðju á undan Noregi til
dæmis. Síðasti katólski biskupinn, langa-langafi hans
sjálfs, flutti inn fyrstu prentsmiðjuna fyrir hundrað ár-
um, síðan kom önnur, og síðan hafði verið gefinn út
fjöldi bóka.
Og alt á latínu?
Nei, alt á íslenzku.
Nikephoros leit snögglega upp og endurtók þar næst