Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Side 20
226
Hallgrímur Pétursson járnsmiður.
IÐUNN
blær yfir staðnum honum vakandi, lengur eða skemur.
Það kvað svo ramt að, að síðasta kvöldið reis hann upp
úr rúminu, af því að hann þóttist finna greinilegan ilm
af reykelsi frá kirkjunni inn um lokaðan gluggann. Að
öðru leyti olli það honum engrar sturlunar. Hann var
sterkur í trúnni — eins og hann var sterkur að burðum
líkama og sálar. En það vakti hann til íhugana af öðru tagi :
Hér fara þeir fram hjá steinkrossi, hugleiddi hann, og
förunautur hans fyllist alvöru og lotning og segir honum
frá útbornum börnum, sem altaf finnast lifandi undir
krossinum, til sannindamerkis um mátt og helgi þessa
steins. Og hver er þessi förunautur hans? Maður, sem
fær meistaranafnbót sína fyrir ritgerð um hinn evangeliska
rétt-trúnað, undir forsæti sjálfs dr. Brochmands. Var
það ekki tákn þess, hve djúp sú klofning hafði verið,
sem siðaskiftin ristu í samvizkur mannanna? Hundruð
presta skiftu trú, eins og þeir skiftu um hempu. Fáir
einir kusu heldur dauðann, eins og forfaðir hans hafði
gert, Jón Arason biskup. Hvað mundi hann sjálfur hafa
gert í hans sporum og þeirra feðga? Hann óskaði til
Guðs, að hann hefði gefið sér sinn heilaga anda til að
sannfærast um sannleik hreinnar trúar, eins og gert hafði
sá, sem þeirra var vitrastur, séra Sigurður á Grenjaðar-
stað. En hvernig gat Resen biskup, og jafnvel dr. Broch-
mand, farið svo hörðum orðum um þá, sem nutu ekki
enn hins skínandi ljóss vors mikla læriföður, Marteins
Lúthers, er að lokum mundi þó lýsa um allan heim?
Gamla evangelíuversið söng í eyrum hans, þetta sem
förunautur hans hafði yfir við krossinn. Og eftir að
hann sofnaði hélt það áfram að hljóma, upp aftur og
aftur, með þrálátri endurtekning, eins og þegar heils
kvölds tafl eða spil eða talnaröð halda áfram í svefninum.
En það hafði fengið nýja merking. Mildi boðaði það, mildi: