Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Síða 20

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Síða 20
226 Hallgrímur Pétursson járnsmiður. IÐUNN blær yfir staðnum honum vakandi, lengur eða skemur. Það kvað svo ramt að, að síðasta kvöldið reis hann upp úr rúminu, af því að hann þóttist finna greinilegan ilm af reykelsi frá kirkjunni inn um lokaðan gluggann. Að öðru leyti olli það honum engrar sturlunar. Hann var sterkur í trúnni — eins og hann var sterkur að burðum líkama og sálar. En það vakti hann til íhugana af öðru tagi : Hér fara þeir fram hjá steinkrossi, hugleiddi hann, og förunautur hans fyllist alvöru og lotning og segir honum frá útbornum börnum, sem altaf finnast lifandi undir krossinum, til sannindamerkis um mátt og helgi þessa steins. Og hver er þessi förunautur hans? Maður, sem fær meistaranafnbót sína fyrir ritgerð um hinn evangeliska rétt-trúnað, undir forsæti sjálfs dr. Brochmands. Var það ekki tákn þess, hve djúp sú klofning hafði verið, sem siðaskiftin ristu í samvizkur mannanna? Hundruð presta skiftu trú, eins og þeir skiftu um hempu. Fáir einir kusu heldur dauðann, eins og forfaðir hans hafði gert, Jón Arason biskup. Hvað mundi hann sjálfur hafa gert í hans sporum og þeirra feðga? Hann óskaði til Guðs, að hann hefði gefið sér sinn heilaga anda til að sannfærast um sannleik hreinnar trúar, eins og gert hafði sá, sem þeirra var vitrastur, séra Sigurður á Grenjaðar- stað. En hvernig gat Resen biskup, og jafnvel dr. Broch- mand, farið svo hörðum orðum um þá, sem nutu ekki enn hins skínandi ljóss vors mikla læriföður, Marteins Lúthers, er að lokum mundi þó lýsa um allan heim? Gamla evangelíuversið söng í eyrum hans, þetta sem förunautur hans hafði yfir við krossinn. Og eftir að hann sofnaði hélt það áfram að hljóma, upp aftur og aftur, með þrálátri endurtekning, eins og þegar heils kvölds tafl eða spil eða talnaröð halda áfram í svefninum. En það hafði fengið nýja merking. Mildi boðaði það, mildi:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.