Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Side 24
230
Haligrímur Pétursson járnsmiður.
IÐUNN
Brynjólfur hélt áfram leiðar sinnar, en eftir skamma
stund sá hann, að hann hafði ekkert hér að gera og
sneri við, í áttina til Magstrætis, aftur inn í birtuna.
Þegar hann gekk aftur fram hjá portræflinum, varð
honum litið inn í garðinn. Það var lítill, ferhyrndur,
sóðalegur garður, enn sóðalegri eftir rigningarnar —
umkringdur á þrjá vegu af ramskökkum, hrörlegum
kumböldum. I opnum dyrunum á aftasta kumbaldanum,
beint á móti honum, stóð ungur, illilegur maður, ber
niður á bringu, með kolsvart, loðið brjóstið fram úr
kolsvörtum úlpuræfli — með glóandi járntein í hendinni.
Brynjólfi var ekki ugglaust um, að ef manninum yrði
litið upp, mundi hann koma æðandi að sér og reka sig
í gegn með þessum glóandi járnteini. En í sama bili
hvarf maðurinn inn, án þess að hafa litið upp.
Rétt á eftir dundu æðisleg hamarshögg á steðja þar
inni. Það var eins og hljóðið frá þessum hamarshöggum
lamaði fætur Brynjólfs. Hann stóð grafkyr og hlustaði
á þau — eins og hann hafði staðið hundrað sinnum
hlustandi fyrir utan staðarsmiðjuna í Skálholti. Meira en
hálfa mínútu stóð það ekki yfir, höggin hættu, og
Brynjólfur hélt áfram. Tvö skref, þá tók hann kipp
aftur á bak — hvað var þetta?
— Það vildi ég að sjálfur andskotinn léti vaxa merar-
tagl út úr sköllóttum hausnum á þér og teymdi þig á
því til helvítis og leaði þig þar á volgan afl, kvað við
innan úr smiðjunni.
Blóðið streymdi ört frá hjarta Brynjólfs og bar snögga,
óvænta gleði fram í augu hans og varir: Islenzka —
það var íslenzka, sem hann heyrði!
— Þá skyldi ég nú blása og skara, svo þú þyrftir
ekki að kvarta, helvítis hórusonurinn! kvað aftur við úr
smiðjunni.