Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Page 24

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Page 24
230 Haligrímur Pétursson járnsmiður. IÐUNN Brynjólfur hélt áfram leiðar sinnar, en eftir skamma stund sá hann, að hann hafði ekkert hér að gera og sneri við, í áttina til Magstrætis, aftur inn í birtuna. Þegar hann gekk aftur fram hjá portræflinum, varð honum litið inn í garðinn. Það var lítill, ferhyrndur, sóðalegur garður, enn sóðalegri eftir rigningarnar — umkringdur á þrjá vegu af ramskökkum, hrörlegum kumböldum. I opnum dyrunum á aftasta kumbaldanum, beint á móti honum, stóð ungur, illilegur maður, ber niður á bringu, með kolsvart, loðið brjóstið fram úr kolsvörtum úlpuræfli — með glóandi járntein í hendinni. Brynjólfi var ekki ugglaust um, að ef manninum yrði litið upp, mundi hann koma æðandi að sér og reka sig í gegn með þessum glóandi járnteini. En í sama bili hvarf maðurinn inn, án þess að hafa litið upp. Rétt á eftir dundu æðisleg hamarshögg á steðja þar inni. Það var eins og hljóðið frá þessum hamarshöggum lamaði fætur Brynjólfs. Hann stóð grafkyr og hlustaði á þau — eins og hann hafði staðið hundrað sinnum hlustandi fyrir utan staðarsmiðjuna í Skálholti. Meira en hálfa mínútu stóð það ekki yfir, höggin hættu, og Brynjólfur hélt áfram. Tvö skref, þá tók hann kipp aftur á bak — hvað var þetta? — Það vildi ég að sjálfur andskotinn léti vaxa merar- tagl út úr sköllóttum hausnum á þér og teymdi þig á því til helvítis og leaði þig þar á volgan afl, kvað við innan úr smiðjunni. Blóðið streymdi ört frá hjarta Brynjólfs og bar snögga, óvænta gleði fram í augu hans og varir: Islenzka — það var íslenzka, sem hann heyrði! — Þá skyldi ég nú blása og skara, svo þú þyrftir ekki að kvarta, helvítis hórusonurinn! kvað aftur við úr smiðjunni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.