Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Side 40
IÐUNN
Um listir.
i.
Líklega hefur aldrei verið eins mikið að sjá af ís-
lenzkri nútímalist eins og einmitt þessa dagana í höfuð-
staðnum. Tvær stórar listasýningar auk ýmsra sýninga
einstakra manna. Hér er því alveg óvenjulegt tækifæri
til þess að sjá, á hverju stigi vér stöndum um sköpun
listar á Islandi, á því herrans ári 1930.
Nú er svo að sjá, sem listasýningar þessar hafi einnig
verið allvel sóttar, og er það að vísu gleðiefni. En ein-
mitt vegna þess má gera ráð fyrir, að allmargt alþýðu-
fólk hafi sótt sýningarnar — fólk, sem ekki hefur ráð á
því að kaupa listaverk, en fer til þess að gleðja hug
sinn við sýn fagurra hluta og menta smekk sinn. Vegna
slíkra manna eru þessi orð skrifuð, og listamannanna
sjálfra, er sýndu.
Sá var háttur hins rómantiska tímabils, að skoða
listamenn sem einskonar æðri verur, fulltrúa guðanna,
fyrir hverra munn og hendur þeir stráðu opinberunum
yfir jörðina. Og það þykir ekki örgrant um, að lista-
mennirnir sjálfir hafi hlaðið undir þá trú, og geri enn.
En sú kynslóð virðist hafa átt furðu erfitt með að koma
auga á þá staðreynd, að í heimi þar sem viðurhald lífs-
ins kostar þrjár máltíðir á dag, eins og þá var siður,
auk margra nauðsynja annara, þurftu opinberanir listar-
innar að vera þeirrar tegundar, að þær ættu fyrst og
fremst erindi til þeirra, sem borgað geta, — til auðuga
fólksins. Listamaðurinn hafði tveggja sjónarmiða að gæta: