Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Side 50

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Side 50
256 Um listir. IÐUNN um mikilvæga lífsreynslu og innsýn í sálarlífið, sem naumlega verði aflað á öðrum leiðum. Þetta má að vísu til sanns vegar færa, að því Ieyti, að það hefur veitt fjölda listamanna þá mikilvægu lífsreynslu, að deyja fyrir aldur fram, þótt svo víki því miður við, að það hefur hvorki getað auðgað listirnar né frjóvgað. En sé hitt satt, að með þeim hætti verði aflað efniviðs í list, sem ekki megi án vera, þá er það einn hinn herfilegasti á- fellisdómur um eyðslustéttina, sem listir kaupir. Því eins og áður er getið, er það einkum tillitið til hennar, sem því ræður, hvað listamenn framleiða. Lífið knýr þá til að fullnægja ákveðinni tegund eftirspurnar. Og í efnis- skrá yfirstéttarlistarinnar má þá bæta, auk klæða eyðslu- stéítarinnar, híbýla hennar, lífsstefnu hennar og hennar sjálfrar: siðleysi hennar, glæpum hennar, lauslæti henn- ar og ónáttúru. Þetta ber listamanninum einnig að túlka á listrænan hátt, gera það eftirsóknarvert og aðdáunar í augum alþýðu og hæfilega kitlandi fyrir sljóar taugar og ofþreytt skynfæri þessarar stéttar. Þetta eru þau innri skilyrði, sem stéttaþjóðfélagið býður listamönnum. Auk þess að vera banvænt fyrir listina, hefur alt þetta til samans afar ógeðfeld áhrif á listamennina sjálfa. Listamenn eru með allra leiðinlegasta fólki veraldar. Samkepnin knýr þá til þess að Iáta ekkert tækifæri ó- notað til þess að tala um sjálfa sig og yfirburði listar sinnar, afrek sín og fyrirætlanir. Þá mun mörgum vera auðveldara um að viðurkenna ágæti stéttarbræðra sinna en listamönnum, þótt vitanlega séu margar undantekn- ingar. Er um það sem alt annað, í samkepnisæðinu, að andleg rausn gagnvart öðrum er að því skapi minni, sem dugur og harðfylgi er meira til þess að koma sjálf- um sér á framfæri. Fyrir því getur varla raunalegri sjón, en að sjá marga af þessum framherjum menningar-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.