Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Síða 50
256
Um listir.
IÐUNN
um mikilvæga lífsreynslu og innsýn í sálarlífið, sem
naumlega verði aflað á öðrum leiðum. Þetta má að vísu
til sanns vegar færa, að því Ieyti, að það hefur veitt
fjölda listamanna þá mikilvægu lífsreynslu, að deyja fyrir
aldur fram, þótt svo víki því miður við, að það hefur
hvorki getað auðgað listirnar né frjóvgað. En sé hitt
satt, að með þeim hætti verði aflað efniviðs í list, sem
ekki megi án vera, þá er það einn hinn herfilegasti á-
fellisdómur um eyðslustéttina, sem listir kaupir. Því eins
og áður er getið, er það einkum tillitið til hennar, sem
því ræður, hvað listamenn framleiða. Lífið knýr þá til
að fullnægja ákveðinni tegund eftirspurnar. Og í efnis-
skrá yfirstéttarlistarinnar má þá bæta, auk klæða eyðslu-
stéítarinnar, híbýla hennar, lífsstefnu hennar og hennar
sjálfrar: siðleysi hennar, glæpum hennar, lauslæti henn-
ar og ónáttúru. Þetta ber listamanninum einnig að túlka
á listrænan hátt, gera það eftirsóknarvert og aðdáunar
í augum alþýðu og hæfilega kitlandi fyrir sljóar taugar
og ofþreytt skynfæri þessarar stéttar. Þetta eru þau innri
skilyrði, sem stéttaþjóðfélagið býður listamönnum.
Auk þess að vera banvænt fyrir listina, hefur alt þetta
til samans afar ógeðfeld áhrif á listamennina sjálfa.
Listamenn eru með allra leiðinlegasta fólki veraldar.
Samkepnin knýr þá til þess að Iáta ekkert tækifæri ó-
notað til þess að tala um sjálfa sig og yfirburði listar
sinnar, afrek sín og fyrirætlanir. Þá mun mörgum vera
auðveldara um að viðurkenna ágæti stéttarbræðra sinna
en listamönnum, þótt vitanlega séu margar undantekn-
ingar. Er um það sem alt annað, í samkepnisæðinu, að
andleg rausn gagnvart öðrum er að því skapi minni,
sem dugur og harðfylgi er meira til þess að koma sjálf-
um sér á framfæri. Fyrir því getur varla raunalegri
sjón, en að sjá marga af þessum framherjum menningar-