Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Síða 52

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Síða 52
258 Um listir. IÐUNN Hann verður frjáls, og máltugur í vitund um frelsí sitt, svo að engan hefur áður grunað, að slík orka fælist með mönnum. Við honum blasir lífið — líf mannanna, félagslíf þeirra, barátta þeirra og hörmungar, fávizka þeirra og þjáningar, leit þeirra, vonir og markmið. Og þetta er honum ekki efniviður í verzlunarvöru, eins og nú tíðkast. Hann er ekki knúður til þess að framleiða annaðhvort æsandi fánýti, eða kjassa Iýðinn til nauð- synlegrar spektar með uppbyggilegu kjaftæði. Listgáfa hans er fólgin í því, að hann finnur lausnarorðið brjótast fram á tungu sína með reginafli. Frelsi hans er fólgið í því, að hann má segja þetta orð, án þess að hætta tóbakinu í pípu sína eða spjörum þeim, sem börr, hans eiga að klæðast. Og þetta er ekkert smáræði. Þegar menn standa í keng af lotningu frammi fyrir verkum Mikaels Angelo og annara vinnumanna miðaldakirkjunn- ar, þá gera fæstir sér grein fyrir því, að þessháttar bú- smíði í þjónustu kaþólskunnar mun blikna eins og hjóm við ljóma þeirra verka, sem frjálsir listamenn framtíðar- innar munu skapa. Vfir hugum Angelos og þeirra fé- laga Iá niðaþoka kaþólskrar trúfræði, á höndum þeirra lá gullinn fjötur, sem batt þá við sigurvagn hinnar vold- ugu kirkju. Þessi fjötur er enn á höndum listamannanna. Hann tengir þá ekki lengur við kirkjuna, heldur við kaup- hallir og banka, útgerðarfélög, námur og brask. Krafan um öreigalist er fólgin í því, að brjóta þetta helsi af höndum þeirra, sem megnugir eru þess að skapa undur- samlega hluti, svo að þeir þurfi ekki að framleiða verzl- unarvöru að skapi þeirra, sem arðsins njóta af erfiði hinna mörgu, heldur verði list þeirra hinn æðsti boð- skapur til mannanna, boðskapurinn um nýtt mannfélag, nýja menningu, nýtt líf. Til þess að svo verði, þarf listamaðurinn aðeins frelsi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.