Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Qupperneq 52
258
Um listir.
IÐUNN
Hann verður frjáls, og máltugur í vitund um frelsí sitt,
svo að engan hefur áður grunað, að slík orka fælist
með mönnum. Við honum blasir lífið — líf mannanna,
félagslíf þeirra, barátta þeirra og hörmungar, fávizka
þeirra og þjáningar, leit þeirra, vonir og markmið. Og
þetta er honum ekki efniviður í verzlunarvöru, eins og
nú tíðkast. Hann er ekki knúður til þess að framleiða
annaðhvort æsandi fánýti, eða kjassa Iýðinn til nauð-
synlegrar spektar með uppbyggilegu kjaftæði. Listgáfa
hans er fólgin í því, að hann finnur lausnarorðið brjótast
fram á tungu sína með reginafli. Frelsi hans er fólgið
í því, að hann má segja þetta orð, án þess að hætta
tóbakinu í pípu sína eða spjörum þeim, sem börr, hans
eiga að klæðast. Og þetta er ekkert smáræði. Þegar
menn standa í keng af lotningu frammi fyrir verkum
Mikaels Angelo og annara vinnumanna miðaldakirkjunn-
ar, þá gera fæstir sér grein fyrir því, að þessháttar bú-
smíði í þjónustu kaþólskunnar mun blikna eins og hjóm
við ljóma þeirra verka, sem frjálsir listamenn framtíðar-
innar munu skapa. Vfir hugum Angelos og þeirra fé-
laga Iá niðaþoka kaþólskrar trúfræði, á höndum þeirra
lá gullinn fjötur, sem batt þá við sigurvagn hinnar vold-
ugu kirkju. Þessi fjötur er enn á höndum listamannanna.
Hann tengir þá ekki lengur við kirkjuna, heldur við kaup-
hallir og banka, útgerðarfélög, námur og brask. Krafan
um öreigalist er fólgin í því, að brjóta þetta helsi af
höndum þeirra, sem megnugir eru þess að skapa undur-
samlega hluti, svo að þeir þurfi ekki að framleiða verzl-
unarvöru að skapi þeirra, sem arðsins njóta af erfiði
hinna mörgu, heldur verði list þeirra hinn æðsti boð-
skapur til mannanna, boðskapurinn um nýtt mannfélag,
nýja menningu, nýtt líf. Til þess að svo verði, þarf
listamaðurinn aðeins frelsi.