Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Side 58
264
Frá Hallvarði Hersi.
IÐUNN
í ákafa við umsjónarmanninn, segist hvorki vilja sjá bíia
né eineykisvagna, þess háttar vagnar sé svo ótraustir.
Maður viti ekki fyrri til en þeir bresti í miðju eða jálk-
urinn hendist burt með hemlana eina saman og öku-
maðurinn hlaupandi á eftir!-------— En þér, umsjónar-
maður, berið kaskeiti og einkennisbúning og allt, sem
við á. Vður þori eg að aka með. En fyrst skuluð þið
öll koma þarna inn á Kafé Royal og fá ykkur neðan í
því. Eg er orðinn svo afskaplega þyrstur. — — —
Og hinn veituli Norðmaður otar fram glæsilegu al-
skegginu eins og skóflublaði, ef svo færi, að hann þyrfti
að kljúfa þoku og ský. Hann arkar á undan í mesta
sakleysi og lítur ekki einu sinni við — allir verða að
slást í för þar, sem hann hefir forustu. En í því hann
er kominn að gangstéttinni fyrir framan Royal, ekur
vagninn — til Valby.
Hann grenjar upp og þýtur á eftir vagninum, þrífur
í hann af heljarafli, en getur ekki stöðvað hann. Þá
staðnæmist hann stundarkorn, gersamlega utan við sig,
kemur aftur, en hvorki æpandi né hlaupandi, heldur með
fyrirmannlegu göngulagi, og hann heldur staf sínum,
sem prýddur er silfurhnúði, við brjóst sér með kreppt-
um armlegg, og stóri svarti hatturinn hans hallast.
Tröllaukinn gnæfir hann fyrir framan mig, hreyfan-
legur málmklumpur, steinrunninn jarðskjálfti.
Hver ert þú?
Eg nefni nafn mitt.
Og þú kemur eins og fjandinn úr sauðarleggnum og
stendur bara þarna?
— — — Hafið þið nokkurn tíma vitað annað eins!
— — — Stendur bara þarna! — — —
Hverju átti eg að svara--------Davíð og Brotsjór fóru
að hlæja, tíkin þagði, sperrti upp eyrun, Ieit undan og geispaði.