Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Side 75
IÐUNN
Kirkjan á fjallinu.
281
bilsins, þessi sjúki kjarkur til að standa augliti til auglitis
við allar tegundir voða, telja fram, líkt og til tíundar,
allar hugsanlegar mannlegar yfirþyrmingar, þessi æðis-
gengna þverneitun þess að sjá nokkur viðunanlegri til-
veruform en öskrandi skelfinguna, rífa húð og kjöt af
hverri mannlegri hauskúpu og æpa síðan inn í holar
augnatætturnar, — hvað er þetta í eðli sínu annað en
órarnir frá lífsstríði arðrændra manna í landi, sem er
ósamboðið gæðum kynstofnsins, óhermilega vorkunnar-
lausu landi, þar sem æfin er sífeldur ósigur, vesaldómur
og vonbrigði og ekki nema tveir kostir að sigrast til
fulls á »guði lífsins*: dauði eða brjálæði.
Hitt er annað mál, hvort vér íslendingar getum fyrir-
varalaust skynjað upprunaleik þessarar raddar. I stað
þess að hlusta á Gunnar Gunnarsson eins og náttúru-
kraft og heyra í honum „le grondement des siécles“ —
nið aldanna, — þá verður oss fyrst fyrir að skygnast
eftir, hvort lýsingar hans standi heima við ákveðna
staðháttu, ýmist á Austurlandi eða í Reykjavík, og þegar
vér komumst að raun um, að staðháttafræðin sé brengluð,
þá hættir oss við að líta á bækurnar sem fölsun, enda
þótt vér getum gufað í loft upp af samúð með þreng-
ingum annara lýða, eins og þær speglast í ritum höf-
unda, sem okkur eru fjarskyldir og upprunnir úr lönd-
um, sem vér ekki þekkjum. Utlandið getur óháð gert
sér grein fyrir þessum örlögþrungna ógnaskáldskap, þar
sem vér Islendingar erum að meira eða minna leyti
partur af honum og þannig blindir í sjálfra okkar sök.
Við erum allir að einhverju leyti grjót, sem logar, og
þegar þetta mál logans er komið á dönsku, þá könnumst
vér jafnilla við það og maöur, sem heyrir sína eigin
rödd úr hljóðrita.
En mikið lán álít ég það fyrir alla, sem á hlýða,