Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Qupperneq 78
284
Kirkjan á fjallinu.
IÐUNN
urinn þessa hlunka svo alvarlega, að það datt hvorki
af honum né draup, meðan hann var að láta þá röfla,
en nú er hann alt í einu tekinn að gera gys að slíkum
spekingum (sbr. síðasta bindi Kirkjunnar, Hugleik), hve-
nær sem þeir taka til að láta buna úr skálum vizku
sinnar.
I þriðja lagi liggja framfarirnar í því, að nú er Gunnar
hættur að lýsa borgarastétt og stórbændum, sem hann
leitaðist áður við að gera að talsmönnum hugsunar
sinnar, og hefur tekist á hendur að lýsa öreigastéttinni,
sem hann er vaxinn upp úr, alþýðu sjálfri. Þetta eru
gleðilegar framfarir. Að vísu var aldrei hægt að segja
um hinar leiðinlegu borgaralegu persónur hans áður
fyrri, að þær væru mishepnaðar tekniskt, þ. e. a. s. frá
sjónarmiði skáldsögulegra vinnubragða; þær voru að
jafnaði »sjálfum sér samkvæmar« og sennilegar á papp-
írnum (»alt gæti þetta nú hafa verið rétt«, sagði prest-
urinn, þegar hann hafði haldið likræðu yfir manneskju,
sem við nánari aðgæzlu var alt önnur en sú, sem lík-
ræðan hafði verið samin um), — heldur vegna þess, að
lesandinn hafði altaf þann grun, að höfundurinn hefði
aldrei verið innlifaður þeim, heldur haft allan hugann
við þá heimspeki, sem þeim var ætlað að flytja — eða
tákna — hverri um sig. Og þrátt fyrir alt borgarasniðið
og alla upplýsinguna bar vizka þeirra alt of tíðum keim
af sorglegum ungmennafélagsfundi í óþurkatíð, þar sem
lýðháskólabölspekingar vaða uppi; oftast var heimspeki
þeirra aðeins tilhlaup, sem stjórnaðist af ægilegum
stemningum. Þegar manni ógnuðu svo örlög persóna
eins og Ulfs Ljótssonar, séra Sturlu, drengsins Skúla
og Gríms Elliðagríms, þá var það ekki vegna þess, að
maður viðurkendi þær sem Iifandi manneskjur, heldur
vegna þess, að þessar drep-tragisku grímur opnuðu