Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Síða 80
286
Kirkjan á fjallinu.
IÐUNN
fyrir hugskotssjónum sem sanngildar myndir úr aust-
firzku þjóðlífi.
I fjórða lagi hefur búningur efnisins tekið gagngerð-
um breytingum hjá Gunnari í Kirkjunni á Fjallinu. I
stað hins þunglamalega, ekki sjaldan dauða — og hér
um bil alstaðar leiðinlega stílsmáta, sem einkennir
Ströndina og Varg í véum, þá byrjar Kirkjan á fjallinu
á jafn kátlegri, lifandi og töfrandi málsgrein sem þessari:
»Þau ár, þegar ég enn var ungur og saklaus að
erfðasyndinni undanskilinni, þau ár, þegar viðburðir lífs-
ins miðluðu mér reynslu, sem var laus við beiskju, þau
ár, þegar vorkunn mín með öllu lifandi var ógagnrýn
og einlæg, þau ár, þegar Guð stóð mér fyrir hugskots-
sjónum sem örlátur og vingjarnlegur föðurafi, Fjandinn
eins og dálítið varasamur og dutlungafullur móðurafi,.
en undir niðri heimskur og meinlaus, þau ár, þegar
ljósið var í senn bæði ljós og sigursælt ljós og alt
myrkur og allan ólta mátti særa burt með einu faðir-
vori eða signingu, þau ár, þegar ég grilti ekki kvöldið
á morgnana og sat öruggur í skjóli undir grasi grón-
um moldarvegg og lék mér að stráum, þau ár eru liðin
og koma aldrei aftur« (Leikur að stráum, bls. 7).
I bókum annars tímabilsins er höfundurinn, þrátt
fyrir hið nýja land sitt enn háður hrjóstrugri heiða-
náttúru, arðrýrum dölum milli gagurra klettabelta og
gneypu hafi, enn þá hinn þungstigi dalamaður, þrátt
fyrir malbik stórstaðanna og söngva þess, mildara lofts-
lag og frjórra land; í Sælir eru einfaldir er stíll hans þó
farinn að taka all-ábærilegum stakkaskiflum. I Kirkjunni
ber búningur hans með sér fullkomna samsömun við
stjúplandið, hin tindilfætta danska kímni er öll komin
inn í stíl hans, ekki þannig, að Islendingurinn í honum
hafi spilst, þvert á móti: það er aðeins um áð ræða