Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Síða 88
294
Kirkjan á fjallinu.
IÐUNN
var ógagnrýn og einlæg, þau eru liðin og koma aldrei
aftur*. Hinn hæðni og fortryggni sjónarhátfur höfundar-
ins breytir auðvitað í engu áliti lesandans á manngildi
þeirra af sögumönnum, sem hann þykist þekkja undir
gervinöfnunum, með því það er einkamál hvers ein-
staklings, hver afstaða hans er eða hugur gagnvart öðr-
um einstaklingum, og hverjum heimilt að rita um fólk
þannig, sem honum lízt, ef hann aðeins gerir það af
snild, þótt hitt séu óskrifuð lög, að þegar mannfélagið
kemur saman yfir sáluðu holdi, þá sé haldin líkræða.
Auðvifað varðar Gunnar ekkert um, hvaða skoðanir
saga og almenningsálit hefur skapað um það fólk,
sem hann er að lýsa, enda er hann fyrst og fremst að
lýsa sjálfum sér. Hitt er víst, að hinu litríka höfundar-
skapferli hans fer betur að mála persónur að hætti
rímnaskálds en teikna þær að hætti sagnameistara.
Og því má ekki gleyma, að í Hugleiki hefur Gunnar
málað einhverja viðkvæmustu og yndislegustu konumynd,
sem til er í öllum verkum hans samanlögðum, en töfrar
þeirra blaðsíðna, sem henni eru helgaðir, hrífa ekki sízt
þá, sem eru persónulega kunnugir einni hávaxinni konu
á Sjálandi, dökkhærðri og móeygri.
(Reykjavík, 1.—4. ágúst 1930).