Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Side 92

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Side 92
298 Conan Doyle. IÐUNN milli hnafta í himingeimnum, hafi sér tekist að láta St. Moses sjá það, sem hann (andinn) sjálfur sér, þar sem hann er staddur á annari stjörnu. Nú kennir >andinn« St. Moses ráð til þess að auk.a svo sambandið á milli þeirra, að eigi einungis sér St. Moses það, sem >and- inn« sér, heldur finst honum einnig sem hann sé þar sjálfur kominn. Sér hann þar skorkvikindi og ýmislega lita fugla, en engin spendýr eða skriðdýr. Nú getur hann líka virt fyrir sér húsin, sem áður getur um, og sér hann þar fólk, sem er dáið, og hann hafði þekt sumt, hér á jörðu. En alt er þetta, sem sagt er frá, draumur, þó að í vöku sé, eða megi heita, og nákvæmlega eins til kominn og það, sem mann dreymir í svefni. Þegar St. Moses er aftur kominn í sitt vanalega ástand, þá spyr hann >andann« nokkurra spurninga, og er þessi fróðlegust: Er þetta, sem ég hefi séð, eins til í raun og veru og í sama skilningi og það, sem oss ber fyrir augu hér á jörðu?: Are those scenes real in the same sense as scenes in our world? Svarið er á þessa leið, og notar >andinn« hönd St. Mosesar til að rita það: Ná- kvæmlega eins: in precisely the same sense. Með þessu svari er greinilega látið í ljós, að hið framliðna fólk, sem St. Moses sér þarna með tilstuðlun >andans«, sé ekki í neinni 4. rýmd (dimension) eða andaheimi, heldur á annari jarðstjörnu, og sýnir svarið einnig mjög fróð- lega, að hið fyrra svar, sem getið var um, er ekki annað en þvaður. En þó að fræðsla þessi sé góð og greinileg, þá verður ekki séð, að hún hafi vakið nokkurn minsta grun um það hjá St. Moses, hvers eðlis lífið eftir dauð- ann er í raun og veru, og má af þessu marka, eins og mörgu öðru, hversu máttugar rangar fyrirframsannfær- ingar (prejudices) eru, til að koma í veg fyrir réttan skilning. Og ég get nefnt annan merkan og gáfaðan
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.