Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Qupperneq 92
298
Conan Doyle.
IÐUNN
milli hnafta í himingeimnum, hafi sér tekist að láta St.
Moses sjá það, sem hann (andinn) sjálfur sér, þar sem
hann er staddur á annari stjörnu. Nú kennir >andinn«
St. Moses ráð til þess að auk.a svo sambandið á milli
þeirra, að eigi einungis sér St. Moses það, sem >and-
inn« sér, heldur finst honum einnig sem hann sé þar
sjálfur kominn. Sér hann þar skorkvikindi og ýmislega
lita fugla, en engin spendýr eða skriðdýr. Nú getur hann
líka virt fyrir sér húsin, sem áður getur um, og sér
hann þar fólk, sem er dáið, og hann hafði þekt sumt,
hér á jörðu. En alt er þetta, sem sagt er frá, draumur,
þó að í vöku sé, eða megi heita, og nákvæmlega eins
til kominn og það, sem mann dreymir í svefni. Þegar
St. Moses er aftur kominn í sitt vanalega ástand, þá
spyr hann >andann« nokkurra spurninga, og er þessi
fróðlegust: Er þetta, sem ég hefi séð, eins til í raun og
veru og í sama skilningi og það, sem oss ber fyrir augu
hér á jörðu?: Are those scenes real in the same sense
as scenes in our world? Svarið er á þessa leið, og
notar >andinn« hönd St. Mosesar til að rita það: Ná-
kvæmlega eins: in precisely the same sense. Með þessu
svari er greinilega látið í ljós, að hið framliðna fólk,
sem St. Moses sér þarna með tilstuðlun >andans«, sé
ekki í neinni 4. rýmd (dimension) eða andaheimi, heldur
á annari jarðstjörnu, og sýnir svarið einnig mjög fróð-
lega, að hið fyrra svar, sem getið var um, er ekki annað
en þvaður. En þó að fræðsla þessi sé góð og greinileg,
þá verður ekki séð, að hún hafi vakið nokkurn minsta
grun um það hjá St. Moses, hvers eðlis lífið eftir dauð-
ann er í raun og veru, og má af þessu marka, eins og
mörgu öðru, hversu máttugar rangar fyrirframsannfær-
ingar (prejudices) eru, til að koma í veg fyrir réttan
skilning. Og ég get nefnt annan merkan og gáfaðan