Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Side 103
IDUNN
Efnisheimur.
309
litlum stálkúlum sé kastað í vegginn hér og hvar um
leið og hann er hlaðinn. Nú er öðrum stálkúlum skotið í
vegginn af miklu afli. Færi þá svo, að oftast nær mundu
kúlur þessar komast viðstöðulítið í gegn, en stundum
hitta stálkúlu fyrir og hrökkva þá til ýmsra hliða.
í tilraun Rutherfords eru skeytin helíumeindir eða öllu
heldur helíumkjarnar. — Þegar kjarnar þessir stöðvast,
safna þeir óðar að sér rafeindum og breytast um leið í
helíumeindir. — Kjarnar þessir eru svo litlir, að þver-
mál þeirra er aðeins 1 billjónasti hluti millimetra. Geta
þeir því hæglega skotist gegnum þunnan málm, án þess
að rafeindir efnisins verði til muna á vegi þeirra. En ef
helíumkjarni hittir kjarna úr annari efniseind, þá fer líkt
og stálkúlum tveim lendi saman. Vinnur hann þá ekki
á, en kastast feiknahratt í brott.
Nýjar stjörnur. Nú hefir verið lítið eitt lýst þess-
um smáu ögnum efnisins, og sætir stórfurðu, að ein því-
lík ögn skuli þó valda sýnilegum teiknum. Sést það bezt
á því, að helíumkjarna, 1/1000000 000000 mm. að þver-
máli, má hugsa sér stækkaðan, svo að hann verði eins
og sandkorn, 1 mm. að þvermáli. Stækkun þessi er
biljónföld. Stækkum nú sandkornið tiltölulega og biljón-
földum þvermál þess. Koma þá út 1000000 000000
mm. eða 1000 000 km. — en hnöttur með svo miklu
þvermáli hefði jörðu vora í miðdepli sínum, en yfirborð
sitt langt utan við tunglbrautina.
Sambærilegir viðburðir koma fyrir í himingeimnum og
eru kendir við nýjar stjörnur. Ber svo stundum við, að
stjarna, sem eigi sást með berum augum, skýrist svo á
stuttri stund, að hún verður ein af björtustu stjörnum
himinsins. Nýjar stjörnur birtast eigi aðeins í Vetrarbraut
vorri, heldur einnig í geysifjarlægum stjörnusveipum, svo
sem í Andrómedusveipnum. Hann er talinn í 650 000
Ijósára fjarlægð, og er það svo mikil vegalengd, að engin
einstök stjarna sést, hvaða tæki sem notuð eru. Alt
rennur saman í eina slæðu. Við og við ber þó út af
þessu, og leiftur nýrrar stjörnu sést. Ljósgeislar þessara
nýju stjarna berast um geiminn óravegu, sökum feikna
mikils styrkleika. Enginn veit hvað hér um veldur, en