Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Side 108
314
Efnisheimur.
IÐUNN
þrenning er: jákvæð eining og neikvæð eining, sameinað af
einhverju, sem eigi verður þreifað á. Lætur þá nærri að fund-
ið sé »hyle«, sem Aristóteles rennir grun í að til muni vera.
Sundrun frumefna. Þegar kerfi, af hvaða tagi sem
er, er orðið mjög margbrotið, þá er hætt við að upp-
lausn sé í aðsigi.
Svo er það einnig í efnisdjúpinu. Frumefnakjarnarnir
eru að vísu geysilega fastir fyrir og varanlegir, svo að
engin öfl fá grandað þeim svo neinu nemi, en einstöku
efni sundrast þó af sjálfu sér. Flokkur efna nefnist
geislamögnuð efni, svo sem úran og radíum. Kjarnar
þessara efna eru afar-margbrotnir, og rafeindir margar
að sama skapi. Kjarnar þessara efna springa jafnt og
þétt, og einstakir hlutar kastast brott. Einfaldar efnis-
eindir rísa upp af rústunum.
Þegar radíum sundrast, streyma burt þrjár tegundir
geisla: alfageislar, sem eru helíumkjarnar, betageislar,
sem eru rafeindir og gammageislar, sem eru ljósgeislar
eða orka, sem losnar úr böndum. Ogeislamögnuð efni
hafa ekkert þvílíkt útstreymi, svo að vart verði við, en
sumir ætla þó, að það eigi sér einnig stað í mjög litlum
mæli. Til skamms tíma virtust kjarnar þessara efna ger-
samlega órjúfandi með þeim tækjum, sem menn höfðu
ráð á. Síðustu árin hefir þó orðið lítilsháttar breyting á
þessu, og kjarnar nokkurra frumefna hafa sundrast fyrir
tilverknað manna. Til þessa nota menn alfageisla, þ. e.
útstreymi helíumkjarna, með 20000 km. hraða á sekúndu.
Þegar þessi hörðu skeyti hitta vel, verður eitthvað undan
að láta, og sundra þeir einstöku kjörnum nokkurra frum-
efna, og samstundis koma í ljós léttari og óbrotnari
efniseindir, með öðrum orðum: önnur frumefni.
Þannig er þá sannað, að einu frumefni verður breytt
í annað frumefni, en það er í hverfandi litlum mæli. 1
einu grammi af vatnsefni eru yfir þrjátíu þúsund miljón
biljónir efniseinda. Ein og ein hittist og sundrast, en
efnið er óskert að heita má. Með þeim tækjum, sem nú
eru þekt, yrði einn maður lengur að sundra til fullnustu
einu grammi af efni, svo að það breyttist í annað efni,
en að tína sandkornin öll af eyðimörkum jarðarinnar.