Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Síða 108

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Síða 108
314 Efnisheimur. IÐUNN þrenning er: jákvæð eining og neikvæð eining, sameinað af einhverju, sem eigi verður þreifað á. Lætur þá nærri að fund- ið sé »hyle«, sem Aristóteles rennir grun í að til muni vera. Sundrun frumefna. Þegar kerfi, af hvaða tagi sem er, er orðið mjög margbrotið, þá er hætt við að upp- lausn sé í aðsigi. Svo er það einnig í efnisdjúpinu. Frumefnakjarnarnir eru að vísu geysilega fastir fyrir og varanlegir, svo að engin öfl fá grandað þeim svo neinu nemi, en einstöku efni sundrast þó af sjálfu sér. Flokkur efna nefnist geislamögnuð efni, svo sem úran og radíum. Kjarnar þessara efna eru afar-margbrotnir, og rafeindir margar að sama skapi. Kjarnar þessara efna springa jafnt og þétt, og einstakir hlutar kastast brott. Einfaldar efnis- eindir rísa upp af rústunum. Þegar radíum sundrast, streyma burt þrjár tegundir geisla: alfageislar, sem eru helíumkjarnar, betageislar, sem eru rafeindir og gammageislar, sem eru ljósgeislar eða orka, sem losnar úr böndum. Ogeislamögnuð efni hafa ekkert þvílíkt útstreymi, svo að vart verði við, en sumir ætla þó, að það eigi sér einnig stað í mjög litlum mæli. Til skamms tíma virtust kjarnar þessara efna ger- samlega órjúfandi með þeim tækjum, sem menn höfðu ráð á. Síðustu árin hefir þó orðið lítilsháttar breyting á þessu, og kjarnar nokkurra frumefna hafa sundrast fyrir tilverknað manna. Til þessa nota menn alfageisla, þ. e. útstreymi helíumkjarna, með 20000 km. hraða á sekúndu. Þegar þessi hörðu skeyti hitta vel, verður eitthvað undan að láta, og sundra þeir einstöku kjörnum nokkurra frum- efna, og samstundis koma í ljós léttari og óbrotnari efniseindir, með öðrum orðum: önnur frumefni. Þannig er þá sannað, að einu frumefni verður breytt í annað frumefni, en það er í hverfandi litlum mæli. 1 einu grammi af vatnsefni eru yfir þrjátíu þúsund miljón biljónir efniseinda. Ein og ein hittist og sundrast, en efnið er óskert að heita má. Með þeim tækjum, sem nú eru þekt, yrði einn maður lengur að sundra til fullnustu einu grammi af efni, svo að það breyttist í annað efni, en að tína sandkornin öll af eyðimörkum jarðarinnar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.