Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Qupperneq 109
IÐUNN
Efnisheimur.
315
En ef sá dagur rennur upp, að frumefnunum verði
breytt í miklum mæli, þá breytist margt í heiminum. Þá
getur hugsast að breyta megi ódýrum efnum, sem gnægð
er af, í verðmæt efni og fágæt, og þá fara að rætast
draumar gullgerðarmanna miðaldanna. Ef til vill er þó
meir um vert, að með upplausn frumefna spretta upp
takmarkalausar orkulindir, sem nú eru luktar í iðrum
efnisins. Nú á tímum knýja menn áfram vélar sínar með
kolum og olíu. Kolin eru af lífrænum uppruna og stein-
olían einnig að líkindum. Eru því mjög takmarkaðar
birgðir til af þessu í jörðunni. Notkun þessara efna er
gífurleg og vex með hverju ári, svo að jafnvel Ameríku-
mönnum er hætt að lítast á, og tala þeir nú um sparnað.
Fari þessu fram í 1000 ár, þá verður víða farið að
sneiðast um eldsneyti, og hvað tekur þá við? Menn
nefna skógana, fossana, vindinn, sólarhitann og jarð-
hitann, en ekkert af þessu jafnast á við kol og olíu.
En orkulindir efniseindanna tæmast aldrei. I einu gr.
af radíum er nægileg orka til þess að knýja Mauretaníu,
35000 smálesta skip, þvert yfir Atlantshaf, til og frá.
Efniseindaþungi. En ráðgátan um skyldleika efn-
anna er þó engan veg leyst til fulls, og viðfangsefnið
er miklu flóknara en ætla má af því, sem hingað til
hefir verið drepið á:
Fullkomin efniseind eins og sama frumefnis hefir ávalt
sömu þyngd. Efniseindaþyngd sérhvers frumefnis er
ávalt miðuð við vatnsefniseindina, því að hún er léttust.
Eindaþyngd nokkurra efna er sem hér segir:
Vatnsefni . . . 1.008 Platína. . . . 195.2
Helíum .... 4.00 Gull......... 197.2
Súrefni .... 16.00 Blý.......... 207.2
Flúr.........19.00 Radíum . . . 226.00
Natríum .... 23.00 Thoríum . . . 232.1
Brennisteinn . 32.06 Úran....... 238.20
Nú er sú skoðun efst á baugi, að vatnsefniseindirnar
séu frumpartar allra annara efniseinda, svo sem fyr er
sagt. En af því leiðir, að þungi hennar á að ganga upp
í eindum allra efnanna brotalaust, en svo er eigi, eins
og sjá má af töflunni. Þetta eru nú mikil vandkvæði.