Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Síða 118

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1930, Síða 118
IDUNN Ritfregn. Siguvjón Friðjónsson: Skriftamál einsetumannsins. Akur- eyri. Prentsmiðja Odds Björnssonar. MCMXXIX. Kver þetta er einkennilegt og óvanalegt fyrirbæri í íslenzkum bókmentum síðari ára. Eitt af heiztu Ijóðskáldum vorum ræðir hér um dýpstu og viðkvæmustu spurningar mannshjartans, ekki á vís- indalegan heldur á skáldlegan hátt. Hér er um að ræða eintal sálarinnar við sjálfa sig og við guð. Og það eintal er óvenjulega fagurt og hugnæmt. Hér sér maöur, hve lítiö það er af öllu málavafstri trúarbragð- anna, sem í raun og veru skiftir nokkru máli, — hvað umbúðirnar eru miklar í vöfunum, en innihaldið lítið fyrirferðar, þótt það sé að vísu gullvægt. Leit mannssálarinnar að guði, svar guðs til sál- arinnar, ódauðleikinn ásamt viðhaldi verðmætanna, — þetta er það, sem skiftir máli í trúarbrögðunum, en hvorki meyjarfæðing né líkamleg upprisa Krists, — jafnvel ekki guðdómur Krists (í „rétttrúaðri" merkingu) eða friðþægingarlærdómurinn, sem er af- leiðing af því, að mennirnir hafa búið sér til falskan guð, strangan harðstjóra, sem þarf að kaupa til þess að vera sáttur við mennina. Hér ber mikið á eðli og einkennum dulspekingsins; djúpir dalir fjarlægðarinnar frá guði skiftast á við sólbjarta tinda nálægðar hans og fyllingar. Samúðin með öllum og öllu kemur greinilega í ljós, samhugurinn við aðra menn, — samstillingin við guð. En að faðma guð er eins og að faðma að sér loftið eða vindinn, — hann sleppur altaf úr greipum manns. Því er óró leitandans auðsæ, jafnvel á þeim augnablikum, þegar skáldinu virðist, að nú hafi það fundið þetta, sem það var að leita að. Og þó er nálægð guðs og fylling hans trúmanninum hinn öruggasti og efalausasti veruleiki. — Ég ætla að lokum að taka hér upp sem sýnishorn upphafið og endirinn á XII. kaflanum, sem heitir „Návist hins ósýnilega11: „Hið eilífa snertir manninn eins og háfjallakyrð. Eins og dásam- legur friður. Eins og hamingja, sem ekki verður lýst með orðum. Eins og niður fjarlægra vatna. Eins og vængjaþytur hvítra svana. Eins og hvískur gróandi skóga. í faðmi þess verður fljót sorgarinnar lygnt. Harmur hins liðna eins og brimgnýr í miklum fjarska. Eins og hlýr geislastafur, sem brýzt í gegn um ský; brýzt f gegn um myrkur og kulda — svo er kærleikur hins dularfulla". „Liðin æfi er á að sjá stutt eins og andartak. Én hið ókomna er eins og haf, þar sem hvergi sér til landa. En þetta haf er f faðmi eilífðarinnar, í faðmi þínum, — þú hinn mikli og dularfulli. Vndislega Iætur vængjaþytur hinna hvítu svana f eyrum þess, sem búinn er til ferðar. — Eins og niður fjarlægra vatna strýkur hvískur hinna gróandi skóga um eyru mín. — —“ Jakob Jðh. Smári.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.