Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1929, Page 8
102
Leiðir loffsins.
IÐUNN
sviffluginu, sem tekið hefir miklum framförum á síðustu
árum. Samtals fór hann yfir 2000 svifferðir á flugdrek-
um sínum, en hrapaði loks til bana 9. ágúst 1895. Rit
hans: »FuglafIug sem undirstaða fluglistarinnar* er eitt
af merkustu ritum, sem skrifað hefir verið um flug. Og
þó að mönnum hafi síðar tekist að sveima klukkustund-
um saman á hreyfillausum flugvélum, hefir enginn þó
afrekað meira í svifflugi en Otto Lilienthal.
Bræðurnir Orville og Wilbur Wright fetuðu í fótspor
Lilienthals, byrjuðu með smá-flugdrekum og smíðuðu þá
smám saman stærri og sfærri, og breyttu í sumu út af
því, sem Lilienthal hafði haft fyrir venju. M. a. gerðu
þeir burðarfleti drekans tvo, hvorn upp af öðrum, og
fóru þar að dæmi Frakkans Octave Chanute. Þá höfðu
þeir útbúnað til að sveigja horn burðarflatanna upp eða
niður, eftir því á hvora hliðina vélin hallaðist, en það
var ein af mikilsverðustu umbótunum, sem komið hafði
fram þá. Þeir smíðuðu sér 16 hestafla hreyfil, er vóg
112 kílógr. Nú á dögum er hægt að fá jafnþungan
hreyfil með yfir 100 hestafla orku. Vélin var úr grönn-
um eskiviðarsköftum og burðarfletirnir þaktir einföldu
lérefti. Þegar vélin var tilbúin, var byrjað að fljúga. Og
vélin lyfti sér fjórum sinnum og flaug lengst 260 metra
á tæpri mínúfu. Og hún kom heil til jarðar aftur. Þessi
atburður varð 17. desbr. 1903 — að fyrsta hreyfilknúða
flugvélin lyfti manni frá jörðu. En enginn vissi um þetta
fyr en löngu eftir á. Wright-bræðurnir héldu áfram til-
raunum sínum í eyðihéraði í Norður-Carolina og vörð-
ust allra frétta um árangurinn. Árið 1904 flugu þeir 105
sinnum og 1905 49 sinnum. í október það ár tókst þeim
að fljúga 38 kílómetra á 38 mínútum.
Nú vildu þeir selja einhverju ríkinu uppgötvun sína.
En hún var talin »american bluff« og ekkert annað;