Kirkjuritið - 01.01.1944, Blaðsíða 14
X
A. G.: Hvað boðar nýárs blessuð sól? .lan.-Febr
ir og gamlir, hraustir og heilsuveikir fagna lífgjafan-
um mikla frá föðurhendi Guðs.
Enga sjqn fá líkamsaugu vor litið, er minna meir á
kærleika lians.
Jafnvel minnsta snjókrystalli er ekki gleymt, svo að
bann blikar eins og' bjartasta stjarna.
Og bve miklu fremur er þá munað eftir hverjum ein-
staklingi í þúsundum miljónanna, er mannheim byggja?
Einmitt svo mikill verður Guð að vera til þess að
vaka yfir hverju fótmáli þinu, hugsun og' hjartalagi.
Láttu það vera lniggun þína, bvað sem að þér kann
að bafa amað fram á þessa stund.
Sæk þangað styrk til þess að taka æfistefnuna í hæstu
liæðir.
Kasta burt tötrum ófremdar og .lítilmennsku. en bú
þig hertýgjum ljóssins til þeirrar sóknar.
Opna bús þitt hækkandi degi, unz vorvindar blása.
lieilagt sterkviðri, er hreinsar jafnt heimili þitl og hjarta.
Arið nýja, sem kennt er við Jesú Ivrist, á lika að vera
ár hans í anda og sannleika.
Skín Guðs sól yfir íslandi, yfir vöggum og gröfum,
öldum og óbornum.
Likna, eilifi kærleiki, hverju mannsbarni um víða
veröld, já öllu, er þegið hefir frá þér gjöf lifsins.
Lát ljós þitt streyma til yztu stjarna og alls, er þær
byggir.
Vér lútum þér, þökkum þér, tilbiðjum þig af allri
sál vorri.
Gef oss gleðilegt ár i Jesú nafni.
(Á nýársdag 1944).
Ásinuruhir Guðmundsson.