Kirkjuritið - 01.01.1944, Side 48
12
Asmundur Guðmundsson:
Jan.-Febr.
dómskennsluna að sér, og gæti þá vel svo farið við
stóru barnaskólana, að þar yrðu sérkennarar í kristnum
fræðum, þ. e. kénnarar, er kenndu litið eða ekkert ann-
að en þau.
Þetta teldi éi< mjög heillavænlegt, er í hlut ættu úr-
valskennarar i þessari grein, og þá iivgg ég að megi
finna i kennaraliði skólanna. Svo var bað bér í Reykja-
vík, er ég stundaði nám í barnaskóla fyrir 40 árum, og
svo mun það enn. Minnist ég alltaf með mikilli virðingu
og þakklæti kennara míns bér i kristnum fræðum, Sig-
urðar Jónssonar: Fyrirmyndarmaður að siðferði, vel að
sér, gáfaður, áhugasamur, laginn við börn og einlægur
trúmaður. Barnakennarar í kristnum fræðum búnir
þessum kostum væru í mínu augum einbverir allra þörf-
ustu menn þjóðarinnar, og vrði þeim seint fullþakkað.
Við þurfum á komandi árum að eignast slíka sérkenn-
ara og stvðja sem bezt að undiibúningsmenntun þeirra.
Nú er Kennaraskólinn að vísu orðinn að lögum 4 ára
skóli, en þó mun enn fjarri því, að kristindómsfræðslan,
er hann veitir kennaraefnunum, sé þeim einblítur und-
irbúningur. Hún er aðeins undirstaða, sem byggja verð-
ur á. Kennarar í kristnum fræðum þurfa að eiga kost
góðra leiðbeiningarrita og skýringarrita, m. a. liandbóka
með líku sniði og alfræðisorðabækur, en meginupp-
sprettan auðvitað alltaf sú sama, hin mikla bók bók-
anna. Marteinn Lúter skildi það, að ekki var nóg að
semja kennslukver i kristnum fræðum fvrir börnin,
lieldur samdi liann stærri bók fyrir kennarana: Fræði
Lúters hin meiri. Þess er bverri þjóð nauðsyn að minn-
ast, er ber fvrir brjósti kristindómsfræðsluna, að vel sé
báðum séð fyrir beztu bókum, börnum og kennurum.
Enn skyldu kennurunum slanda til boða sérstök náms-
skeið í kristnum l'ræðum við Kennaraskólann eða Há-
skólann, enda Jíður vonandi senn að því, að launakjör
barnakennara batni svo, að ætlazt megi til háskóla-
menntunar af sunmni þeirra. Agætlega hygg ég og, að