Kirkjuritið - 01.01.1944, Page 57
KirkjuritiS.
H. B.: Sigurður Z. Gíslason.
51
Sorgarfregn á taugar mínar tekur,
titra líkt, sem væri maður sekur.
Þannig má eg fréttir öðrum færa,
sem feginn vildi ekki þurfa að særa.
Ljós og yl mig langar til að gefa,
lýsa og verma, harmilostna sefa.
En hvað er annars máttur okkar manna
hjá meginþunga stærstu hörmunganna?
Einn er sá, sem allra sárin græðir.
Anda vorum lyfta ber í hæðir,
sækja þangað styrkinn til að stríða,
styrk, svo verðum eitthvað þeim, er líða“.
„Skó af fótum þú mátt draga þína“
þaut sem örskot gegnum hugsun mína.
Heilög orð og helgur fannst mér staður,
hér var sannur prestur bæði og maður.
Atvik ráða ýmsum vorum högum.
einnig þeim, nær líkur jarðlífs dögum,
einnig hans, sem alla vildi blessa,
sem ekki komst að Hrauni til að messa.
Utvarp landsins okkar greinagóða
greindi frétt, er alla setti hljóða.
Dýrafjarðarkirkju þjónninn þarfi
þá var horfinn mitt í sínu starfi.
Harmatölur þýðir ekki að þylja,
þó að stundum kenni napra bylja.
Virztu Drottinn líkna þeim, er líða,
leið þá heim, sem búnir eru að stríða.
Halldúr Benediklsson.
4