Kirkjuritið - 01.01.1944, Blaðsíða 15
Kirkjuritið.
Þjóðerni og kirkja.
i.
Yfirskriftin vfir krossi Ivrists — Jesús konungui Gyð-
inga — var letruð á þreni tungum, hebresku, latínu og
grísku. Þjóðir allra þessara tungna liöfðu forystu hver
á sínu sviði. A hebresku voru skráð dýpstu trúarrit
mannanna. Latína var mál stjórnkænsku og skipulags,
og gríska var tunga einhverrar glæstustu menningar,
sem þekkst hefur. Eugan, sem las áritun þessa, grunaði,
að í henni birtisl stórkostleg spásögn. Inn á öll svið
mannlegs lífs áttu áhrif frá Jesú Kristi eftir að rvðja sér
hraut. Trúarþorsta kynslóðanna veittu oi*ð lians óvænta
svölun. Skipulagsgáfa og stjórnkænska var tekin í þjón-
ustu hans. Og inn í menningu einnar þjóðar á fætur ann-
arar brauzt víðfaðma andi hans lil frjóvgunar og endur-
nýjunar alls þess bezta og fegursta, sem þar fannst.
Innan skamms snerist þannig sakargift langa frjá-
dags í vísdóm, sem upp frá því gengur sem rauður þráð-
ur i gegnum alla veraldarsöguna. Allt það sannasta og
dýpsta í lífi og menningu þjóðanna hefir skírst og fág-
ast iyrir kraft þess boðskapar, sem hann flutti.
Páll postuli, mesti persónuleiki frumkristninnar, skildi
öðrum fremur þetta alldiða gildi fagnaðarboðskaparins.
Hann flutti fyrstur frækorn guðsríkis yfir gríska og róm-
verska jörð og sýndi, hvernig samrýma mátti liina nýju
trú séreðli hverrar þjóðar, án þess að til undirokunar
þyrfti að koma.
Skarður máni íslams lýsir fyrst og fremst á himni
arabisks stofns. Andi Buddha nýtur sín bezt innan helgi-
dóma Indlands. En kristindómurinn varð fyrir trúboð og
áhrif Páls að víðfeðmum alheimstrúarbrögðum, sem