Kirkjuritið - 01.01.1944, Page 65

Kirkjuritið - 01.01.1944, Page 65
Kirkjuritið. Viðhorfið til kirkjunnar fyr og nú. 59 þar var ákveðið, að viss hluti tíundagjaldsins gengi lil fátækra. Áður en kristnin kom til sögunnar, velgdi mönn- um jafnvel ekki við því, að leysa þessi mál á þann mann- úðlega hátt að hera ung börn fátæklinganna og örvasa gamalmenni út á kaldan klakann og láta þau verða þar heldauða eða hungurmorða. Hver var brautryðjandinn í bókagerð okkar fslend- inga og' lagði grundvöllinn að sköpun gullaldarbók- mennta vorra? Það var kirkjan. Með kristindóminum harsl ritlistin liingað til lands. Rúnir þær, er sumir land- námsmenn þekktu og kunnu, voru svo ófullkomnar, að um enga bókagerð gat verið að ræða með þeirri aðferð. Fyrsta sagnritið, sem skráð var hér á íslenzka tungu, að því er menn bezt vita, var liin fræga íslendingabók, er Ari prestur Þorgilsson ritar á öndverðri 12. öld, beinlínis fyrir áeggjan og' að ráði biskupanna beggja. Síðar verða svo klaustrin miðstöðvar fræðiiðkana og sagnritunar, og má vafalaust telja, að þar hafi verið skráð og varð- veitt margt það, sem vér nú teljum til ágætustu gimsteina fornbókmennta vorra. Þótt veraldlegir höfðingjar, svo sem Snorri, tækju einnig að leggja slund á sagnritun, er vafalaust, að sú lireyfing á fyrstu rót sína að rekja til kirkjunnar og áhrifa þaðan, heinna og óbeinna. Hverir voru það, sem fyfstir hófust handa um það að fá prentsmiðju hingað til lands og hyrjuðu fyrstir bókaútgáfustarfsemi ? Það var kirkjan, eða hiskupar hennar, sem þar steig fyrst stærsta og þýðingarmesta sporið, sem stigið hefur verið í menningarátt á þessu landi. Fyrir forgöngu kirkj- unnar voru hinar fyrstu prentsmiðjur fengnar til lands- ins og' prentun og' útgáfa islenzkra bóka hafin. Víkjum að skólamálunum. Hverir höfðu þar for- ustu, forgöngu og framkvæmdir? Það var kirkjan, kirkj- an fyrst og fremst. Það varð hlutverk kirkjunnar að koma á fót skólum í þessu landi og reka þá um margra alda skeið. Var hér ekki eingöngu að ræða um lærða

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.