Kirkjuritið - 01.01.1944, Qupperneq 67
Kirkjuritið. ViÖhorfiÖ til kirkjunnar fyr og nú.
(51
séra Björn Halldórsson í Sauðlauksdal og séra Tómas
Sæmundsson.
Ég nefni einn aðalforvígismann bindindismúlanna, séra
Magnús Jónsson í Laufási. Ég nefni forgöngumann i
slysavörnum sjómanna séra Odd Gíslason. Ég nefni
fræðimenn eins og séra Jón i Hítardal og séra Pétur í
Grímsey. Ég' nefni ættfræðinginn séra Einar prófasl
Jónsson á Hofi. Ég nefni þjóðskáldið séra Matthías Joch-
umsson. Ég nefni skóla- og fræðimenn eins og séra Mag'n-
ús Helgason og séra Jónas frá Hrafnagili og svona mætti
lengi telja.
Islenzkri kirkju í kaþólskum sið liefur mjög verið hor-
ið það á hrýn, að hún hafi ágjörn verið og ágeng og frek
til fjár.Hefur hún fyrir það hlotið þungan áfellisdóm,
af mörgum. Ekki skal þessa svnja, né heldur nein tilraun
gerð til þess að þvo kirkjuna hreina af þeirri ákæru,
enda það ekki hægt. En á hitt er þá rétt að minna, að
kirkjan hafði þá með höndum mikið starf og stórar
framkvæmdir, hæði í skólamálum og fleiru, sem kost-
uðu árlega mikið fé. Og kirkjan þurfti að eiga miklar
eignir til þess að geta árlega haft ráð á handbæru fé til
starfs síns. Og illa þekkja þeir menn sögu þjóðarinnar
á þessum tímum, sem halda, að það hafi verið kirkj-
an ein, sem frek var til fjár á þessum tímum. Verald-
legu höfðingjarnir voru áreiðanlega sízt betri i þeim
efnum. Ég er meira að segja ekki alveg frá því, að ein-
hver pínulítill angi af fégirninni, sem miðaldakirkjan
er áfelld fyrir, sem stórglæp, kunni enn að leynast í
hrjósti liins fágaða og menntaða nútímamanns, og sé
jafnvel að skjóta nýjum frjóöngum nú i peningaflóðinu
og dýrtíðinni. Það getur stundum verið hollt að horfa
sjálfum sér nær, áður aðrir eru áfelldir. Og hvernig var
það eftir siðaskiptin? Það skyldi nú vera, að það hafi
verið eintómur tárhreinn trúaráhugi, sem knúði konung-
inn og ríkisvaldið til þess að lirifsa, ekki aðeins jarðeign-
ir klaustranna í þessu landi, heldur einnig marga helg-