Kirkjuritið - 01.01.1944, Side 32
26
Bjarni Jónsson:
Jan.-Febr.
deytt sálina. I3essi orð Jesú eru í fullu gildi i dag. Jesús
Kristur er hiiin sami í gær, í dag og að eilífu. Orð hans
í gær eru einnig sönn i dag og verða orð sannleikans
um qilífð.
Með sverði andans er barizt fyrir sannleikanum og
réttlætinu.. Þetta þola menn ekki. Hvað er þá að gera?
Ef menn fá ofbirtu í augun af ljósi sánnleikans, livað er
þá til hragðs að taka? Þá er reynt að slökkva ljósið, þvi
að .menn þola ekki birtuna. Þegar orð sannleikans er
talað með myndugleika, og menn finna, að þeir gela
ekki staðið í gegn andanum, þá grípa menn til þess úr-
ræðis að devða þann, sem heldur á sverði andans.
En þó að boðberi sannleikáns devi, sigrar andinn.
Það skal sannazþað sá sem týnir lifi sínu í fórnarstarfi
kærleikans, skal finna það. Hann horfist í augu við
dauðann með eilíft líl’ í hjarta sínu.
Þessar hugsanir vöknuðu hjá mér, er ég heyrði, að
Kaj Munk, danski presturinn og rithöfundurinn, liefði
verið myrtur.
Um leið og' ég hugsaði um baráttu þessa manns, starf
lians i þágu kirkju og þjóðar sinnar, baráttu hans fyrir
rétti og sannleika, rifjuðust upp fyrir mér fagrar minn-
ingar.
A stúdentsárum mínum í Kaupmannahöfn átti ég því
láni að fagna að kynnast mörgum ágætum prestum
Meðal þeirra var prestur einn, Júlíus Bachevold að
nafni. Var hann heittrúaður, áhugasamur prestur, og
gegndi um áratugi prestsstarfi í prestakalli einu á Lá-
landi. Á prestssetri hans dvaldi ég oft í sumar- og jóla-
leyfum, og varð þar hinna beztu áhrifa aðnjótandi.
Prestshjónin höfðu sunnudagaskóla, og kom þangað
fjöldi barna. í barnahópnum var lilill drengur, er hét
ívaj Munk. Var hann ó þeim árum, er ég dvaldi á prests-
setrinu, á aldrinum 6—9 ára. Var hann þar á jólatrés-