Kirkjuritið - 01.01.1944, Page 74

Kirkjuritið - 01.01.1944, Page 74
Ásmundur Guðimindsson: Jan.-Febr. 08 ið einkasonur Söru leggur séra G. naumast áherzlu, því aö ekki var Jesús einkasonur Maríu. Ein málsgrein séra G. kom mér mjög furðulega fyrir, þessi: „Prófessor Ásnuindur veit eins vel og ég, aS ártöl hinna fornu Hebrea, fyrir tíma Abrahams, t. d. Metúsalems, áttu ekki að tákná aldursár þeirra sjálfra, heldur ættleggs þeirra, svo að ég tel enga ástæðu til að dvelja við þetla frekar, enda hygg ég, að hvert barn á íslandi viti þetta nú þegar og' láti það því ekki glepja sér sýn“. Skömmu eft'ir að grein séra G. kom út, átti ég tal um þetta við fluggáfaðan mann og ágætlega mentaðan. Nei, ekki vissi hann þetta, sem séra G. telur livert barn á íslandi vita, og lærði hann þó kristin fræði í æsku hjá föður sínum, prýðilega lærðum presti. Mér er nær að halda, að ef ég hefði haldið þessu fram, þá hefði magur „rétttrúnaðarmaðurinn“ lineykslast stórlega á ])essari ný- guðfræði. Skýringin er að vísu athyglisverð og skynsamleg, en skoðun Biblíunnar er þetta ekki. Hún er sú, að í fyrstu hafi mannsæfin verið lang-lengst — mörg hundruð ár, en sökum þess að illska mannanna liafi magnazt, hefir Guð stytt æfi þeirra, fyrst í 120 ár (1. Mós. 0) og síðar í 70—-80 ár (Sálm. 90,10). Það er einnig Ijóst, ef vel er rannsökuð frásögn Bibliunnar, t. d. um Nóa, að átt er við aldursár hans sjálfs, en ekki ættleggs. Sagan segir, að hann hafi gengið í örkina á sexhundraðasta aldursári og með honum kona lians, þrír synir og þrjár konur þeirra (1. Mós. 7), alls 8 manns. Hvernig getur þetta nú táknaS aldur œttleggs Nóa en ekki hans sjálfs? Svari hver, sem svarað getur. Eftir flóðið lifir Nói síðan 350 ár (1. Mós. 9,29). Séra G. liggur við að finnast ég telja flóðiS mikla til munn- mæla eða þjóðsagna, af því að þéss sé líka getið austur í Babýlon. Þetta er þveröfugt. Einmitt af því, að flóðsagan er austan frá Mesópótamíu, er ég sannfærður um, að flóðið hefir orðið, og það ekki aðeins einu sinni, heldur livað eftir annað, eins og jarðlög sanna austur þar. Hitt er annað mál, að ég álíti, að'flóð- hafi gengið í senn yfir alla jörðina og sagan gerzt í öllum grein- um bókstaflega eins og' í Biblíunni stendur (hvað ])á að örkin hans Nóa hal'i fundizt nú stráheil með öllum ummerkjum á Ararat). Því fer fjarri, enda getur séra G. séð það sjálfur, að frásögn Biblíunnar um flóðið er ekki sjálfri sér samkvæm. Ann- arsvegar segir, að flóðið; liafi staðið í 40 daga og í örkinni ver- ið tvennt af hv'erri dýrategund, en hinsvegar, að það hafi hald- izt í 150 daga og hreinu dýrin verið sjö og sjö, en hin tvö og tvö (sbr. 1. Mós. 6—7). Auk þess kania fyrir setningar í Biblíunni, sem fara algerlega i bága við það, að flóðiS hafi valdið því

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.