Kirkjuritið - 01.01.1944, Blaðsíða 64
58
Sveinn Yíkingur:
Jan.-Febr.
og hafi lengst af verið afturhaldssöm, og fremur hlelck-
ur um fót, en vængur til flugs, eða armur til athafna og
framsóknar. Þeir telja því enga eftirsjá að því, þótt
starf hennar dragist saman eða jafnvel hverfi með öllu.
Sízt skal því neitað, að margt má að hinni íslenzku
kirkju og starfi hennar finna, hæði í fortið og nútið, og
er svo um flest á jörðu liér, að á því má finna veilur og
galla, ef á þá er blínt og eftir þeim er leitað. En — þótt
galli sjáist á smíð eða veila i viði, er eigi þar með sagt,
að til alls sé ónýtur. Svo er og um kirkjuna, að ekki er
rétt að dæma hana eingöngu af göllum hennar og ófull-
komleika. Það verður einnig að líta á kosti liennar og
verðleika, það gildi og þýðingu, sem hún hefir haft fyr-
ir þjóðina, það gagn, sem hún hefir unnið i trúarlegu,
mannúðarlegu og menningarlegu tilliti. Hollast miklu
er hverjum manni að kunna rétt skil á hverjum hlut,
sjá í senn bæði kosti lians og galla, enda verður því að-
eins kveðinn upp sanngjarnlegur dómur, að háðar þess-
ar hliðar séu skoðaðar jafnvendilega.
I þessu stutta erindi vinnst engan veginn tími til þess
að rekja þá þýðingu, sem íslenzk kirkja liefir hafl fyrir
þjóðina á liðnum öldum, eða lýsa störfum hennar og af-
rekum. Þó verð ég að leyfa mér að drepa lauslega á
örfá atriði, sem oss má ekki sjást yfir, ef vér eigum að
geta skapað oss réttlátt viðhorf til kirkjunnar. En það
vona ég að vér viljum öll gjöra.
Þegar vér virðum fyrir oss sögu kirkjunnar, sjáum
vér fljótt, að hún hefur ekki verið jafn afturhaldssöm,
og margir liyggja, heldur hefur hún þvert á móti átt
frumkvæðið að mörgum nýjungum i íslenzku þjóðlífi
og þeim harla mikilsverðum og' merkilegum.
Takið þér nú eftir:
Hver átli frumkvæðið að því að koma á fót skipu-
lagsbundnu framfæri fátækra á þessu landi? Það gerði
kirkjan, það gerði Gissur hiskup ísleifsson með tíundar-
lögum þeim, er liann fékk lögtekin á Alþingi 1096, því að