Kirkjuritið - 01.01.1944, Qupperneq 78
Jan.-Febr.
Hátíðirnar þrjár
Hjú ísruelsmönnum. í II. Mósebók 23, 14—17 er ritað
þannig: „Þrisvar á ári skalt þú mér hátíð halda. Þú
skalt halda hátíð liinna ósýrðu hrauða; sjö daga skalt
þú eta ósýrt brauð, eins og ég hefi hoðið þér, á ákveðn-
um tíma í abib-mánuði, því að í þeim mánuði fórst þú
út af Egiptalandi; enginn skal koma tómhentur fvrir
mitt auglit; og hátíð frumskerunnar, frumgróðans af
vinnu þinni, af því að þú sáðir í akurinn; og uppskeru-
hátíðina við árslokin, er þú alhirðir afla þinn af akr-
inum. Þrem sinnum á ári skal allt þitt karlkyn birtast
frammi fyrir herra Drottni“.
Þessar þrjár hátíðir voru aðalhátíðir ísraelsmanna, og
fram eftir öldum einu hátíðir þeirra. Af þeim var „hátíð
ósýrðu brauðanna“ páskaliátíðin — aðalhátiðin, og
var haldin til minningar um burtförina úr Egiptalandi,
var því lofgjörðar og þakklætisliátíð þjóðarinnar fyrir
handleiðslu og vernd Drottins, Guðs síns. Þessi hátíð
var haldin í ahih-mánuði — eða nísan-mánuði, eins og
Iiann var síðar nefndur og stóð yfir í 7 daga, frá 14.—
21. abib-mánaðar, hófst eftir okkar mánaðartali 7.-
15. apríl.
Hátíð frumskerunnar — eða viknahátíðin, svonefnd
af því, að þessi hátíð var haldin 7 vikum eftir páslca -
var eiginlega aðeins eins dags hátíð, en með undirbún-
ingi og umstangi fóru þó þrír dagar lil þessarar hátíð-
ar. Þessi hátið var haldin í mánuðinum sivan eða siv,
í júnímánuði að okkar tali, eða 50 dögum eftir páska, og
svarar þannig lil hvítasunnuhátíðar okkar nú.
Þriðja — en önnur aðalhátíðin — var uppskeruhátíð-
in eða laufskálahálíðin, sem slóð vl'ir í sjö daga og var