Kirkjuritið - 01.01.1944, Side 26
20
Arntlís Þorsteinsdóttir:
Jan.-Febr.
Ef kirkjan vill reynast trú, og starfi sinu vaxin, á
hún ekkert að gera annað en boða fagnaðarerindi krist-
indómsins, eins og Jesús Ivristur flutti hann sjálfur og
hauð öðrum (Matt. 28, 19n), j)að er hennar umboð og
erindisbréf. Og þeirri köllun á hún að revnast trú.
Al' því að kirkjan hefir fengið köllun sína frá Drottni,
eiga menn ekki alltaf að vera að leitast við að segja
benni fyrir verkum, og teyma liana út á hliðargötur efn-
islegrar sérhyggju og ætlast til að kirkjan fari að laka
þátt í deilumálum manna og hafa hátt um sig, eins og
einhver sagði nýlega.
Þetta er réttur skilningur á ætlunarverki kirkjunnar.
Menn gleyma því, að þá sýnir kirkjan mesta trúmennsku
jjegar hún vinnur með hógværð og knéfallandi auðmýkt
Kristsandans markvisst að því verki, er henni liefir ver-
ið falið: Að gera alla að lærisveinum. í því er fólginn
stvrkur hennar. A annan liált á kristin kirkja ekki að
vinna, og á annan hátt getur hún ekki rækt starf sitt.
Kirkjan er gúðsríkisstofnun hér á jörð, sem her full-
komnunartakmarkið i sjálfri sér. Þess vegna á hún að
stjórna sér sjálf, fyrir áhrjf heilags anda, og vera i
höndum kirkjunnar manna.
Ósjálfrátt finna menn til þess, að það vantar svo oft
stuðning og hjálp frá kirkjunni í baráttu lifsins, en segja
þó jafnframt, að það eigi ekki við að blanda kristin-
dóminum inn i daglega lífið. Hvað eigum vér þá að gera
við hann? Er það ekki einmitt það, sem vantar, og
það eina, sem bjargað fær.
Kristindómurinn á að vera lífæðin, athafnafrelsið,
orkugjafinn og starfsfórnin. Andi Krists á að kenna
mönnum að vera ekki alltaf að leita uppi andstæður og
deiluefni til að glíma við, heldur láta viðskipta og at-
vinnulíf í friði, og ganga glaðir og' hugheilir að starfi.
Þannig ætti þá kirkjan að vinna að því, að áhrif
kristindómsins berist frá lienni inn í daglegt líf svo að
kristinn maður vilji það eilt, sem er satt og rétt.