Kirkjuritið - 01.01.1944, Page 80

Kirkjuritið - 01.01.1944, Page 80
74 Guðmundur Einarsson: Jan.-Febr. hátíðin væri nú lialdin á öðruni tíma og í öðrum til- gangi, líkt og árshátíðin heldur sínu nafni: „til árs“, þótt haldin sé um vetrarbyrjun, „í móti vetri“. Þriðja hátíðin — „sigurblót“hátíðin — var háð i apríl, og hlýtur í norðlægum löndum að hafa verið haldin til þess að fagna sumri. Sennilega helzt því nafnið „sigurhlót" frá einhverjum eldri tímum, en liefir gleymzt, livað hafi láknað í öndverðu, því að lílt hugsanlegt er, að þakkar- hátíð fyrir unna sigra hafi verið lialdin í sumarbyrjun. Samanburður þessara þriggja hátíða. Þegar vér nú berum saman þessar hátíðir ísraelsmanna og Norð- manna, þá er þetta fyrst og fremst sameiginlegt, að há- tíðirnar eru lögákveðnar þrjár lijá báðum þjóðum; að tvær hátíðirnar eru haldnar á sama tíma árs, um miðj- an októher og miðjan apríl, en einmitt það voru aðal- Jiátíðir — sjö daga hátíðir — Israelsmanna, en svo ber á milli, „frumskeru“hátíð Israelsmanna var háð i júni, en hjá Norðmönnum er „gróðrar“hátíðin haklin um miðsvetrarlevti eða í janúarmánuði. Öll fornu nöfnin lijá Israelsmönnum á þessum hátíðum eru varðveitt hjá Norðmönnum, þótt hátíðirnar séu haldnar í öðrum til- gangi hjá þeim og ein á öðrum tíma. Laufskálahátíð Israelsmanna var haldin í „árslok“ — að fornu árlali — og var þá árshátíð þeirra. Norðmenn halda blót í mót vetri „til árs“, enda þótl byrjun árs hjá þeim sé talin frá öðrum tíma eða miðvetri. Miðsvetrarblót Norðmanna, sem í raun og veru var nú árshátíð þeirra, fær þó ekki það nafn, því að vetrar- komublótið hélt því nafni óbreyttu, heldur er þessi árs- hyrjunarhátíð nefnd „gróðrar“-hátíð, sem felur í sér sama hugtak og sumarhátíð — frumskeruhátíð — Isra- elsmanna. Þessi liátíð virðist því vera flutt frá sumrinu til miðsvetrar, en nafninu „til gróðrar“ sé þó haldið. Páskahátíðin eða minningarhátíð ísraelsmanna um hurtför þeirra úr Egyptalandi var haldin í apríl, meðal

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.