Kirkjuritið - 01.01.1944, Page 84

Kirkjuritið - 01.01.1944, Page 84
78 Hinn almenni kirkjufundur. Jan.-Febr. IV. Fundurinn heitir á presta landsins að gefa fermingarbörn- um sínum kost á framhaldsfræðslu í kristnum fræðum, eink- um biblíulestri. V. Fundurinn skorar á kirkjustjórnina að setja reglur um, hvaða lágmarkskröfur eru gerðar til prestanna viðvíkjandi ferm- ingarundirbúningnum. Af öðrum tillögum, sem samþykktar voru á fundinum skulu nefndar: 1. Prestskosningamál. Þar sem þess hefir orðið mjög vart, að mikil óánægja er rikj- andi með núverandi fyrirkomulag á veitingu prestsembætta, meðal annars vegna illvígs áróðurs, sem oft hefir átt sér stað við prestskosningar, skorar hinn almenni kirkjufundur 1943 á kirkju- stjórnina að beita sér fyrir því, að breytt verði lögum um veit- ingu prestakalla, til dæmis á þann hátt, að prestskosningar verði numdar úr gildi, en prestur skipaður eftir tillögum biskups, enda leiti hann álits hlutaðeigandi sóknarnefnda og prófasts um fram- komnar umsóknir. Væntir fundurinn þess, að kirkjustjórnin leiti álits safnaðar- funda og héraðsfunda um málið á næsta ári. 2. Kirkjubyggingamál. Hinn almenni kirkjufundur 1943 telur eðlilegt, þar sem kirkj- an er ákvörðuð þjóðkirkja eða ríkiskirkja samkvæmt 57. gr. stjórnarskrárinnar, að ríkinu beri skylda til að styðja söfnuði landsins ti 1 nauðsynlegra kirkjubygginga meo riflegum styrkj- um úr ríkissjóði. 3. Endurreisn Skálholtskirkju. Hinn almenni kirkjufundur 1943 lýsir yfir ánægju sinni á þeim áhuga, sem vaknaður er um éndurreisn Skálholtsstaðar, og skorar á Alþingi að veita þegar á næsta árs fjárlögum nægilegt íe til byggingar veglegri kirkju á staðnum. 4. Hallgrímskirkja í Reykjavík. Hinn almenni kirkjufundur 1943 er einliuga um, að vegleg kirkja er nefhist Hallgrímskirkja, rísi á Skólavörðuliæð í Reykja- vik, og skorar á alla aðitja að einbeita kröftum sínum í þá átt og vinna að undirbúningi þessa máls eftir því sem unnt er. 5. LeiSbeiningar um fegrun kirkna og umhverfi þeirra. Hinn almenni kirkjufundur 1943 fer þess á leit við kirkjuráð,

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.