Kirkjuritið - 01.01.1944, Page 56
Jan.-Febr.
Séra Sigurður Z. Gíslason
Dáinn 1. janúar 1943.
Minningarorð.
Skyldan kallar. Nú skal heiman halda.
Hjartans feginn vildi ’ann reyna að gjalda,
reyna að draga sviða úr fengnum sárum,
sem að blæddu mjög á liðnum árum.
Arla reis hann ársins fyrsta daginn,
öllu skyldi reynt að stýra í haginn.
Hugurinn fylltist hljúmi fagra versa
og hvort hann kæmist nógu snemma að messa,
Orðið boða, endurnæring veita
af ástarlindum Drottins fyrirheita.
Markið var að eyða trúarefa,
allt það bezta vildi’ ann sínum gefa.
Nokkru fyr hann hingað komið hafði.
Hjá mér þá hann stund úr degi tafði.
Við mig einan vandamálin ræddi.
viðfangsefni, sem minn skilning glæddi.
Þjóðar vinir hafa æ í huga,
hvað sé bezt og líklegt til að duga.
Lítil stund, þá litið er til baka,
léttir spor, sem nauðsyn ber að taka.
Orðin hans, þau festust mér í minni,
og mun eg ekki gleyma þeim að sinni:
„Hjörðin mín má harma þunga bera,
hjá þeim ógnum finn mig lítinn vera.
>